Viðskipti erlent

Auglýsingar gera bílasölumenn óða

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Skjáskot/Getty
Í auglýsingum sem bandaríska fyrirtækið Edmunson birti, reynir afgreiðslumaður í matvöruverslun að fá viðskiptavini sína til að prútta við sig. Auglýsingunum var ætlað að sýna hve asnalegt það væri að prútta um verð á bílum og því ætti fólk að nota heimasíðu þeirra til að kaupa bíla.

Um er að ræða falda myndavél og greinilegt er að viðskiptavinir verslunarinnar eru ekki viðbúnir þessu og vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við. Sumir hverjir verða jafnvel pirraðir og ganga í burtu.

Bílasalar urðu aftur á móti óðir yfir auglýsingunum og þvinguðu fyrirtækið til að taka þær úr birtingu, samkvæmt vefnum Adage.com. Hótuðu þeir að taka auglýsingar af heimasíðu Edmunson þar sem þær væru ósanngjarnar gagnvart bílasölumönnum. Framkvæmdastjóri Edmunson þurfti að biðjast afsökunar.

„Auglýsingar okkar misstu marks. Samstsarfsaðilar okkar urðu mjög móðgaðir og sögðu að tilraun okkar til gríns hafi byggt á úreltum staðalímyndum. Það var auðvitað ekki ætlun okkar,“ segir Seth Berkowitz við Adage.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×