Enski boltinn

Auglýsing með Pepe Reina vekur reiði jafnréttissinna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sjónvarpsauglýsing sem skartar markverðinum Pepe Reina hefur verið tekin úr umferð vegna ásakana um að hún ýti undir kynþáttafordóma og hommafælni.

Auglýsingin er hluti af herferð þar sem Reina leikur sjálfan sig í ýmsum aðstæðum. Ganga þær allar út á að hann er að koma sér í klandur af ýmsu tagi.

Í umræddri auglýsingu, sem má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan (eftir eina mínútu), er Reina kynntur fyrir leiðtoga framandi ættbálks sem vill taka Reina sem maka sinn - enda þýðir „reina" drottning á spænsku.

Bresk samtök sem berjast fyrir réttindum svartra fordæmdu auglýsinguna og sögðu hana lýsa svörtu fólki á afar slæman máta - sem „heimskum, vanþróuðum og dýrslegum hommum".

Auglýsingin er fyrir tryggingarfyrirtækið Groupama og hafa fulltrúar þess neitað því að auglýsingin sé særandi. En forráðamenn samtakanna Operation Black Vote segja innihald auglýsingarinnar sláandi.

„Hvað segir þetta um Pepe Reina? Hann hefur búið og starfað í Bretlandi í næstum áratug. Finnst honum í lagi að mála svona mynd af svörtu fólki? Telur hann að svartir liðsfélagar hans muni hlægja að þessari auglýsingu?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×