Innlent

Auglýsa ekki starf skólameistara

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá Húsavík.
Frá Húsavík. vísir/vilhelm
Staða skólameistara framhaldsskólans á Húsavík hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að skólameistari skólans hafi sagt upp í mars. Aðstoðarskólameistarinn Jóney Jónsdóttir var þá sett í embættið til áramóta.

Fréttablaðið spurðist fyrir um það í ágúst hverju sætti að ekki væri enn búið að auglýsa stöðuna þá. Fengust þá svör um að staðan yrði auglýst á næstu vikum. Nú, þremur mánuðum síðar, hefur staðan ekki verið auglýst.

Jóney Jónsdóttir, settur skólameistari, segist engar upplýsingar hafa um það hver taki við starfinu þann 1. janúar næstkomandi eða hvort hún verði skipuð áfram af ráðherra. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×