Auður tónlistar á aðventu Hafliði Helgason skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Aðventan hefur smátt og smátt verið að breytast frá því að vera tími streitu, þrifnaðar og áhlaupa við endurbætur á eigin húsnæði yfir í tíma þess að njóta stundarinnar. Jólaverslun er ennþá stór partur aðventunnar, en fólk nýtur í vaxandi mæli matar, drykkjar og félagsskapar á aðventunni. En lífsnautn aðventunnar snýr ekki einungis að því sem rennur gegnum iður og buddu. Tónlistin skipar æ ríkari sess í aðdraganda jóla. Sú framþróun sem orðið hefur í íslensku tónlistarlífi síðustu áratugi er ótrúleg. Hvert sem litið er og í hvaða tónlistarstefnu sem er höfum við séð nýjar kynslóðir koma með öguð vinnubrögð fagmanna. Tónlistarlíf á Íslandi er ekki einungis borið uppi af vel menntuðum atvinnu tónlistarmönnum. Stór hluti tónlistarlífsins sprettur frá fólki sem stundar aðra atvinnu en æfir og flytur tónlist til að auðga anda sinn og annarra. Fjöldi kóra heldur tónleika á aðventunni og þar má einnig sjá að færni og gæði fara vaxandi. Það er í raun ótrúlegt að ekki stærra samfélag geti boðið upp á jafn fjölbreytt tónlistarlíf og af svo háum gæðaflokki. Þetta gildir auðvitað um aðra þætti menningarlífsins sem auðgar tilveru okkar á hverjum degi, en kannski verður þessi auður okkar sýnilegastur á þessum árstíma þegar allir virðast geta gengið að tónlistarviðburðum að sínum smekk sem unnir eru af fagmennsku og listrænum metnaði. Framfarir í íslensku tónlistarlífi komu ekki af sjálfu sér. Þær eru afrakstur áratuga óeigingjarns starfs við að skapa grunn fyrir íslenskt tónlistarlíf. Þær eru afrakstur eldmóðs og trúar á að tónlistin göfgi; geri okkur betri en við annars værum. Þær eru afrakstur þess mikla og merkilega starfs sem unnið er á hverjum degi í tónlistarskólum um allt land. Þetta starf hefur skilað okkur framúrskarandi atvinnufólki í tónlist og fólki sem hefur góða tónlistarmenntun en stundar tónlistina sem áhugamál. Enginn nær árangri í tónlist án þess að stunda hana að kappi og henni fylgir ögun og einbeiting. Eiginleikar sem þroskast í tónlistarnámi skila miklu hvað svo sem fólk tekur sér síðan fyrir hendur. Tónlistarkennarar vinna merkilegt starf. Þeir hafa verið samningslausir í heilt ár. Það er vond staða og við henni þarf að bregðast. Við eigum mikið undir því að ungt fólk hafi aðgang að fjölbreyttum uppbyggilegum tómstundum. Margsinnis hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum að ungmennum sem stunda tónlistarnám og annað skapandi tómstundarstarf farnast betur í lífinu. Ögun í vinnubrögðum, snerting við fegurð og innihald, ásamt félagsskap skapandi fólks skiptir sköpum um farveg og framtíð ungs fólks. Þess vegna eigum við að búa vel að tónlistarmenntun í landinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun
Aðventan hefur smátt og smátt verið að breytast frá því að vera tími streitu, þrifnaðar og áhlaupa við endurbætur á eigin húsnæði yfir í tíma þess að njóta stundarinnar. Jólaverslun er ennþá stór partur aðventunnar, en fólk nýtur í vaxandi mæli matar, drykkjar og félagsskapar á aðventunni. En lífsnautn aðventunnar snýr ekki einungis að því sem rennur gegnum iður og buddu. Tónlistin skipar æ ríkari sess í aðdraganda jóla. Sú framþróun sem orðið hefur í íslensku tónlistarlífi síðustu áratugi er ótrúleg. Hvert sem litið er og í hvaða tónlistarstefnu sem er höfum við séð nýjar kynslóðir koma með öguð vinnubrögð fagmanna. Tónlistarlíf á Íslandi er ekki einungis borið uppi af vel menntuðum atvinnu tónlistarmönnum. Stór hluti tónlistarlífsins sprettur frá fólki sem stundar aðra atvinnu en æfir og flytur tónlist til að auðga anda sinn og annarra. Fjöldi kóra heldur tónleika á aðventunni og þar má einnig sjá að færni og gæði fara vaxandi. Það er í raun ótrúlegt að ekki stærra samfélag geti boðið upp á jafn fjölbreytt tónlistarlíf og af svo háum gæðaflokki. Þetta gildir auðvitað um aðra þætti menningarlífsins sem auðgar tilveru okkar á hverjum degi, en kannski verður þessi auður okkar sýnilegastur á þessum árstíma þegar allir virðast geta gengið að tónlistarviðburðum að sínum smekk sem unnir eru af fagmennsku og listrænum metnaði. Framfarir í íslensku tónlistarlífi komu ekki af sjálfu sér. Þær eru afrakstur áratuga óeigingjarns starfs við að skapa grunn fyrir íslenskt tónlistarlíf. Þær eru afrakstur eldmóðs og trúar á að tónlistin göfgi; geri okkur betri en við annars værum. Þær eru afrakstur þess mikla og merkilega starfs sem unnið er á hverjum degi í tónlistarskólum um allt land. Þetta starf hefur skilað okkur framúrskarandi atvinnufólki í tónlist og fólki sem hefur góða tónlistarmenntun en stundar tónlistina sem áhugamál. Enginn nær árangri í tónlist án þess að stunda hana að kappi og henni fylgir ögun og einbeiting. Eiginleikar sem þroskast í tónlistarnámi skila miklu hvað svo sem fólk tekur sér síðan fyrir hendur. Tónlistarkennarar vinna merkilegt starf. Þeir hafa verið samningslausir í heilt ár. Það er vond staða og við henni þarf að bregðast. Við eigum mikið undir því að ungt fólk hafi aðgang að fjölbreyttum uppbyggilegum tómstundum. Margsinnis hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum að ungmennum sem stunda tónlistarnám og annað skapandi tómstundarstarf farnast betur í lífinu. Ögun í vinnubrögðum, snerting við fegurð og innihald, ásamt félagsskap skapandi fólks skiptir sköpum um farveg og framtíð ungs fólks. Þess vegna eigum við að búa vel að tónlistarmenntun í landinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun