Viðskipti innlent

Atvinnuleysi var 5,5 prósent í apríl

ingvar haraldsson skrifar
Atvinnuleysi er minna en fyrir ári síðan.
Atvinnuleysi er minna en fyrir ári síðan. vísir/daníel
Atvinnuleysi var 5,5 prósent í apríl síðastliðnum samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Að jafnaði voru 191.600 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í apríl 2015, sem jafngildir 82,3 prósent atvinnuþátttöku. Af þeim voru 181.000 starfandi og 10.600 án vinnu og í atvinnuleit.

Starfandi hefur fjölgað talsvert síðastliðið ár en í apríl 2014 voru 169.800 starfandi. Þá er atvinnuleysi einnig á niðurleið en það var 6,0 prósent í apríl fyrir ári.

Hlutfall starfandi af mannfjölda í apríl 2015 var 77,8 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×