Viðskipti innlent

Atvinnuleysi í fyrra 2,8 prósent en er nú 4,1

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Að jafnaði voru 193.100 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði í janúar.
Að jafnaði voru 193.100 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði í janúar. Vísir/Vilhelm
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 193.100 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í janúar 2017. Það jafngildir 80,3% atvinnuþátttöku.

Af þeim voru 185.300 starfandi og 7.900 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 77,1% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,1%. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Þegar mælingar fyrir janúar 2016 og 2017 eru bornar samar sést að atvinnuþátttaka dróst saman um 1,2 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 1.400 manns en hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði hins vegar um 2,1 stig. Atvinnulausum fjölgaði um 2.600 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu hækkaði um 1,3 prósentustig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×