Viðskipti innlent

Atvinnuleysi dregst saman

ingvar haraldsson skrifar
Fleiri eru starfandi nú en í fyrra.
Fleiri eru starfandi nú en í fyrra.
Atvinnuleysi mældist 4 prósent í mars og fjöldi atvinnulausra um 7.700 samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Frá mars árið 2014 hefur atvinnuleysi dregist saman um 2,1 prósentustig og atvinnulausum fækkað um 3.500. Þá hefur þeim sem eru á vinnumarkaði fjölgað um 6.900 og starfandi fjölgaði um 10.400 milli ára. Alls eru nú 190.100 á íslenskum vinnumarkaði og þar af eru 182.400 með vinnu.

Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur einnig dregist saman, mældist 4,6 prósent í febrúar en mældist 3,9 prósent í mars.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×