Atvinnulausir fengu enga jólauppbót Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2013 06:45 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra kveðst hafa lagt fram minnisblað um aukafjárveitingu í ríkisstjórn. Fréttablaðið/Pjetur Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“ Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira