Atvinnulausir fengu enga jólauppbót Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2013 06:45 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra kveðst hafa lagt fram minnisblað um aukafjárveitingu í ríkisstjórn. Fréttablaðið/Pjetur Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira