Áttunda tap Lakers í röđ

 
Körfubolti
07:10 29. JANÚAR 2016
Ţađ gengur ekkert hjá Kobe og félögum.
Ţađ gengur ekkert hjá Kobe og félögum. VÍSIR/GETTY

Kobe Bryant átti slakan leik er LA Lakers var kafsiglt af Chicago Bulls í Staples Center í nótt.

Kobe skoraði 10 stig og hitti aðeins úr 4 af 13 skotum sínum í leiknum. Þetta var áttunda tap Lakers í röð en liðið er aðeins búið að vinna 9 leiki í vetur og tapa 39.

Jimmy Butler var sem fyrr í stuði hjá Bulls. Hann skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Pau Gasol var að spila í fyrsta og síðasta skipti gegn vini sínum Kobe. Hann skoraði 21 stig og tók 12 fráköst fyrir Bulls.

Úrslit:

Indiana-Atlanta  111-92
Washington-Denver  113-117
Toronto-NY Knicks  103-93
Memphis-Milwaukee  103-83
New Orleans-Sacramento  114-105
LA Lakers-Chicago  91-114

Staðan í NBA-deildinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Áttunda tap Lakers í röđ
Fara efst