Erlent

Átta ungmenni fórust í snjóflóði í Japan

Atli Ísleifsson skrifar
Snjóflóðaviðvaranir voru víða í gildi á svæðinu eftir mikla snjókomu síðustu daga.
Snjóflóðaviðvaranir voru víða í gildi á svæðinu eftir mikla snjókomu síðustu daga. Vísir/AFP
Átta japanskir menntaskólanemendur eru taldir hafa farist í snjóflóði á skíðasvæði í Tochigi-héraði, um 120 kílómetrum norður af japönsku höfuðborginni Tókýó, í nótt.

Átta hafa fundist en fleiri grófust undir flóðinu og hefur þrjátíu verið bjargað á lífi. Þó er óttast að allt að sjötíu manns hafi mögulega lent í flóðinu og því gæti tala látinn hækkað þegar líður á daginn.

Björgunarstörf standa enn yfir og er snjókoma afar mikil á svæðinu sem hamlar björgunarstörfum.

Snjóflóðaviðvaranir voru víða í gildi á svæðinu eftir mikla snjókomu síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×