Lífið

Átta sekúndur af suði frá Taylor Swift náðu toppnum í Kanada

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fáir hafa náð jafn góðum árangri með suði og Swift náði í gær.
Fáir hafa náð jafn góðum árangri með suði og Swift náði í gær. Vísir / Getty Images
Vinsældir söngkonunnar Taylor Swift sýndu sig í gær þegar átta sekúndur af suði sem gefnar voru út fyrir mistök sem lag í hennar nafni urðu vinsælli en öll önnur lög sem seld eru á iTunes í Kanada. Lagið hefur verið tekið úr sölu en það kostaði jafnvirði 156 króna í versluninni og seldist afar vel.

Swift er ein af vinsælustu söngkonum í heimi en árið 2008 var hún fyrst tilnefnd til Grammy verðlauna, þá nítján ára gömul. Síðan hefur hún unnið sjö slík verðlaun. Hún er fædd og uppalin í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum en flutti til Tennessee þegar hún var fjórtán ára til að reyna fyrir sér sem kántrýsöngkona. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×