Innlent

Átta mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn hefur verið sviptur ökurétti ævilangt á nýjan leik.
Maðurinn hefur verið sviptur ökurétti ævilangt á nýjan leik. Vísir/Getty
31 árs karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að aka ítrekað undir áhrifum áfengis og vímuefna sviptur ökuréttindum. Þá þarf hann að greiða rúmar 300 þúsund krónur í sakarkostnað.

Maðurinn, sem á að baki töluverðan sakaferil, játaði skýlaust brot sín við meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í þrígang í apríl og maí síðastliðnum var hann stöðvaður í bíl sínum ýmist undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Hið sama var uppi á teningnum í september þar sem hann ók austur Bústaðarveg og suður Reykjanesbraut.

Maðurinn hefur verið sviptur ökurétti ævilangt á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×