Erlent

Átta látnir eftir sprengjuárás í brúðkaupi í Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Sprengjuárásir hafa verið tíðar í suðurhluta Tyrklands síðasta árið.
Sprengjuárásir hafa verið tíðar í suðurhluta Tyrklands síðasta árið. Vísir/Getty
Átta manns hið minnsta eru látnir og um sextíu særðust eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í suðurhluta Tyrklands í kvöld.

Ali Yerlikaya, ríkisstjóri Gaziantep, segir í samtali við tyrknesku fréttastofuna Anadolu að um hryðjuverkaárás hafi verið  að ræða en sprengingin varð í Akdere-hverfinu.

Gaziantep er rúmum 60 kílómetrum frá sýrlensku landamærunum. Í frétt BBC segir að sjálfsvígssprengjumaður hafi banað tveimur lögreglumönnum í borginni í maí síðastliðinn.

Sprengjuárásir hafa verið tíðar í suðurhluta Tyrklands síðasta árið og hafa ýmist hryðjuverkasamtökin ISIS eða uppreisnarsveitir Kúrda lýst yfir ábyrgð á ódæðunum.

Uppfært 23:05

Ríkisstjóri Gaziantep segir að 22 hið minnsta hafi fallið í árásinni og 94 særst.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×