Íslenski boltinn

Atli hæstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Guðnason átti frábært tímabil með FH. Hér fagnar hann marki með liðsfélögum sínum.
Atli Guðnason átti frábært tímabil með FH. Hér fagnar hann marki með liðsfélögum sínum. Vísir/Valli
Í Fréttablaðinu í dag er farið yfir hvaða leikmenn stóðu sig best í Pepsi-deild karla samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis.

FH-ingurinn Atli Guðnason var með hæstu meðaleinkunn allra leikmanna deildarinnar, eða 6,71 af 10 mögulegum. Atli var besti leikmaður seinni umferðarinnar, þar sem hann var með meðaleinkuninna 7,20.

Víkingurinn Aron Elís Þrándarson kom næstur í einkunnagjöfinni með 6,57 á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Aron, sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Álasund, er ennfremur besti ungi leikmaður deildarinnar samkvæmt einkunnagjöfinni, auk þess sem hann var besti leikmaður fyrri umferðarinnar með 7,14 í meðaleinkunn.

Malí-maðurinn Kassim Doumbia, miðvörður FH, fékk þriðju hæstu meðaleinkunnina, eða 6,50, en hann er jafnframt besti varnarmaður deildarinnar samkvæmt einkunnagjöfinni. Doumbia er einnig með hæsta meðaleinkunn af erlendu leikmönnum deildarinnar.

Markakóngur deildarinnar, Gary Martin, er í fjórða sæti með 6,48 og jafnir í fimmta og sjötta sæti eru þeir Haukur Heiðar Hauksson, hægri bakvörður KR, og Igor Taskovic, fyrirliði Víkinga, en enginn var jafn oft valinn maður leiksins á tímabilinu og Serbinn, eða sex sinnum.

Íslandsmeistarar Stjörnunnar eiga flesta fulltrúa á meðal 20 efstu leikmanna deildarinnar, eða fimm talsins. Það eru þeir Daníel Laxdal (6,32), Ingvar Jónsson (6,29), Þorri Geir Rúnarsson (6,21), Martin Rauschenberg (6,19) og Veigar Páll Gunnarsson (6,13). FH á næstflesta leikmenn á meðal 20 hæstu í einkunnagjöfinni, eða fjóra talsins.

Igor Taskovic var oftast valinn maður leiksins, eða sex sinnum.Vísir/Daníel
Bestu leikmenn deildarinnar (lágmarks einkunn fyrir 14 leiki):

1. Atli Guðnason, FH - 6,71

2. Aron Elís Þrándarson, Víkingur - 6,57

3. Kassim Doumbia, FH - 6,50

4. Gary Martin, KR - 6,48

5. Igor Taskovic, Víkingur - 6,43

5. Haukur Heiðar Hauksson, KR - 6,43

7. Daníel Laxdal, Stjarnan - 6,32

8. Ingvar Jónsson, Stjarnan - 6,29

9. Elías Már Ómarsson, Keflavík - 6,25

10. Þorri Geir Rúnarsson, Stjarnan - 6,21

11. Martin Rauschenberg, Stjarnan - 6,19

12. Guðjón Pétur Lýðsson    , Breiðablik - 6,17

13. Árni Vilhjálmsson, Breiðablik - 6,15

14. Hólmar Örn Rúnarsson, FH - 6,14

15. Veigar Páll Gunnarsson, Stjarnan - 6,13

15. Þórir Guðjónsson, Fjölnir - 6,13

17. Ólafur Páll Snorrason, FH - 6,11

18. Bergsveinn Ólafsson, Fjölnir - 6,10

19. Þórður Ingason, Fjölnir - 6,09

19. Ingvar Þór Kale, Víkingur - 6,09

------------------------------------------------------------------------------

21. Óskar Örn Hauksson, KR - 6,05

22. Róbert Örn Óskarsson, FH - 6,00

22. Ólafur Karl Finsen, Stjarnan - 6,00

22. Gunnar Már Guðmundsson, Fjölnir - 6,00

22. Davíð Þór Viðarsson, FH - 6,00

22. Hörður Árnason, Stjarnan - 6,00

22. Pablo Punyed, Stjarnan - 6,00

28. Alan Lowing, Víkingur - 5,95

28. Jonas Sandqvist, Keflavík - 5,95

30. Shawn Nicklaw, Þór - 5,94

31. Samuel Hewson, FH - 5,93

32. Elfar Freyr Helgason, Breiðablik - 5,91

33. Sandor Matus, Þór - 5,90

34. Haraldur Freyr Guðmunds., Keflavík - 5,89

35. Elfar Árni Aðalsteinsson, Breiðablik - 5,88

36. Ragnar Leósson, Fjölnir - 5,86

36. Stefán Logi Magnússon, KR - 5,86

36. Kristinn Magnússon, Víkingur - 5,86

39. Grétar Sigfinnur Sigurðarson, KR - 5,84

39. Jón Ragnar Jónsson, FH - 5,84

Kassim Doumbia og Veigar Páll Gunnarsson voru báðir ofarlega í einkunnagjöfinni.Vísir/Daníel
Oftast maður leiksins:

Igor Taskovic, Víkingi - 6 sinnum

Atli Guðnason, FH - 4 sinnum

Gary Martin, KR - 4 sinnum

Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni - 4 sinnum

Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki - 4 sinnum

Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV - 4 sinnum

Elías Már Ómarsson, Keflavík - 4 sinnum

Kristján Gauti Emilsson, FH - 3 sinnum

Kassim Doumbia, FH - 3 sinnum

Daníel Laxdal, Stjörnunni - 3 sinnum

Óskar Örn Hauksson, KR - 3 sinnum

Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 sinnum

Magnús Már Lúðvíksson, Val - 3 sinnum

Þórður Ingason, Fjölni - 3 sinnum

Bestu ungu leikmennirnir (leikmenn sem eru gjaldgengir í U21-árs landsliðið):

1. Aron Elís Þrándarson, Víkingur - 6,57

2. Elías Már Ómarsson, Keflavík - 6,25

3. Þorri Geir Rúnarsson, Stjarnan - 6,21

4. Árni Vilhjálmsson, Breiðablik - 6,15

5. Bergsveinn Ólafsson, Fjölnir - 6,10

6. Ólafur Karl Finsen, Stjarnan - 6,00

7. Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 5,77

8. Aron Sigurðarson, Fjölnir - 5,73

9. Emil Pálsson, FH - 5,71

Aron Elís Þrándarson, besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar 2014 samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis.Vísir/Pjetur
Besti erlendi leikmaðurinn:

1. Kassim Doumbia, FH - 6,50

2. Gary Martin, KR - 6,48

3. Igor Taskovic, Víkingur - 6,43

4. Martin Rauschenberg, Stjarnan - 6,19

5. Pablo Punyed, Stjarnan - 6,00

6. Alan Lowing, Víkingur - 5,95

Bestur í fyrri umferðinni:


1. Aron Elís Þrándarson, Víkingi - 7,14

2. Kassim Doumbia, FH - 6,90

3. Elías Már Ómarsson, Keflavík - 6,67

4. Igor Taskovic, Víkingur - 6,60

Bestur í seinni umferðinni:

1. Atli Guðnason, FH - 7,20

2. Gary Martin, KR - 7,10

3. Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki - 6,70

4. Daníel Laxdal, Stjarnan - 6,64

Besti markvörðurinn:

1. Ingvar Jónsson, Stjarnan - 6,29

2. Ingvar Þór Kale, Víkingur - 6,09

2. Þórður Ingason, Fjölnir - 6,09

4. Róbert Örn Óskarsson, FH - 6,00



Besti varnarmaðurinn:


1. Kassim Doumbia, FH - 6,50

2. Haukur Heiðar Hauksson, KR - 6,43

3. Daníel Laxdal, Stjarnan - 6,32

4. Martin Rauschenberg, Stjarnan - 6,19



Besti miðjumaðurinn:

1. Igor Taskovic, Víkingur - 6,43

2. Þorri Geir Rúnarsson, Stjarnan - 6,21

3. Guðjón Pétur Lýðss., Breiðabliki - 6,17

4. Hólmar Örn Rúnarsson, FH - 6,14



Besti sóknarmaðurinn:

1. Atli Guðnason, FH - 6,71

2. Aron Elís Þrándarson, Víkingi - 6,57

3. Gary Martin, KR - 6,48

4. Elías Már Ómarsson, Keflavík - 6,25


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×