Atletico Madrid hélt hreinu í tólfta skipti og skaust á toppinn

 
Fótbolti
21:47 10. JANÚAR 2016
Yannick Ferreira-Carrasco fagnar marki sínu í kvöld.
Yannick Ferreira-Carrasco fagnar marki sínu í kvöld. VÍSIR/AFP
Anton Ingi Leifsson skrifar

Atletico Madrid er komið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á spútnikliði Celta Vigo í síðasta leik spænska boltans þessa helgina.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Antoine Griezmann kom Atletico yfir í  upphafi síðari hálfleiks. Yannick Ferreira-Carrasco tvöfaldaði svo forystuna þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Lokatölur 2-0 og Atletico Madrid því komið á topp deildarinnar með 44 stig. Barcelona er í öðru sætinu með 42 stig, en eiga þó leik til góða og Real Madrid er í því þriðja með 40. Celta er í fimmta sætinu með 31 stig.

Þetta er tólfti leikurinn í deildinni sem Atletico hefur haldið hreinu í, en þeir hafa einungis fengið á sig átta mörk á leiktíðinni, sjö færri en Barcelona sem hefur fengið á sig fimmtán.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Atletico Madrid hélt hreinu í tólfta skipti og skaust á toppinn
Fara efst