Átján látnir í tengslum viđ veđriđ vestanhafs

 
Erlent
09:10 24. JANÚAR 2016
Samgöngur hafa lamast víđa á austurströnd Bandaríkjanna.
Samgöngur hafa lamast víđa á austurströnd Bandaríkjanna. VÍSIR/EPA

Hríðarbylurinn sem gengið hefur yfir austurströnd Bandaríkjanna hefur lamað samgöngur bæði á landi og í lofti undanfarinn sólarhring.

Ferðabann er í gildi í New York, þar sem aðeins einu sinni áður hefur fallið meiri snjór, en búist er við að því verði aflétt í dag. Allt að 102 sentimetra þykkur snjór liggur yfir borgum á svæðinu.

Talið er að dauða átján einstaklinga frá því á föstudag megi rekja til bylsins, bæði vegna umferðarslysa og vegna snjómoksturs. Auk þess hefur rafmagn dottið út hjá yfir 200 þúsund manns.

Neyðarástandi var lýst yfir í ellefu ríkjum; New York, Tennessee, Georgia, Kentucky, North Carolina, New Jersey, Virginia, West Virginia, Maryland, Pennsylvania og Washington D.C.

Hríðarbylurinn er nú á leið út á Atlantshaf og því að rofa til á austurströndinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Átján látnir í tengslum viđ veđriđ vestanhafs
Fara efst