SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:00

Tímamót á bankamarkađi

VIĐSKIPTI

Átján látnir í tengslum viđ veđriđ vestanhafs

 
Erlent
09:10 24. JANÚAR 2016
Samgöngur hafa lamast víđa á austurströnd Bandaríkjanna.
Samgöngur hafa lamast víđa á austurströnd Bandaríkjanna. VÍSIR/EPA

Hríðarbylurinn sem gengið hefur yfir austurströnd Bandaríkjanna hefur lamað samgöngur bæði á landi og í lofti undanfarinn sólarhring.

Ferðabann er í gildi í New York, þar sem aðeins einu sinni áður hefur fallið meiri snjór, en búist er við að því verði aflétt í dag. Allt að 102 sentimetra þykkur snjór liggur yfir borgum á svæðinu.

Talið er að dauða átján einstaklinga frá því á föstudag megi rekja til bylsins, bæði vegna umferðarslysa og vegna snjómoksturs. Auk þess hefur rafmagn dottið út hjá yfir 200 þúsund manns.

Neyðarástandi var lýst yfir í ellefu ríkjum; New York, Tennessee, Georgia, Kentucky, North Carolina, New Jersey, Virginia, West Virginia, Maryland, Pennsylvania og Washington D.C.

Hríðarbylurinn er nú á leið út á Atlantshaf og því að rofa til á austurströndinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Átján látnir í tengslum viđ veđriđ vestanhafs
Fara efst