Erlent

Ástralar búa sig undir komu fellibylsins Debbie

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd frá NASA sem sýnir fellibylinn Debbie.
Mynd frá NASA sem sýnir fellibylinn Debbie. Vísir/AFP
Um 25 þúsund manns hafa verið fluttir á brott frá heimilum sínum í Queensland í Ástralíu en fellibylur nálgast nú ströndina óðfluga.

Bylurinn er nefndur Debbie og er búist við að hann verði af styrkleika fjögur, þegar hann skellur á landi um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma.

Vindhviður hafa náð allt að 67 metrum á sekúndu og er talið að óveðrið muni ná yfir allt að 100 kílómetra breitt svæði.

Þónokkur fjöldi fólks hefur hinsvegar hundsað tilmæli yfirvalda um að yfirgefa heimili sín þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×