Innlent

Ástráður situr í nýkjörinni landskjörstjórn

Ástráður Haraldsson á sæti í nýrri landskjörstjórn
Ástráður Haraldsson á sæti í nýrri landskjörstjórn Mynd úr safni / Anton Brink
Ástráður Haraldsson, formaður þeirrar landskjörstjórnar sem sagði af sér í janúarmánuði, á sæti í nýrri landskjörstjórn sem var kjörin á Alþingi í dag.

Aðrir í landskjörstjórn eru Freyr Ófeigsson, Sigrún Benediktsdóttir, Björn Jósep Arnviðarson, Jakob Björnsson. Varamaður var kjörin Linda Bentsdóttir sem kemur inn fyrir Sólveigu  Guðmundsdóttur.

Landskjörstjórnin mun síðar skipta með sér verkum og kjósa sér formann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×