SUNNUDAGUR 20. APRÍL NÝJAST 23:04

Luis Suarez tók viðtal við Paul McCartney

SPORT

Ástir, örlög og saxófónn

Gagnrýni
kl 00:01, 03. maí 2013

Bíó, Passion
Leikstjórn: Brian De Palma
Leikarar: Rachel McAdams, Noomi Rapace, Karoline Herfurth, Paul Anderson.

Brian De Palma er þannig kvikmyndagerðarmaður að annað hvort gengur allt upp í myndum hans eða afar fátt. Passion, sem er tuttugasta og níunda kvikmynd hans í fullri lengd, tilheyrir síðari hópnum og eru það sterk höfundareinkennin í seinni hlutanum sem halda myndinni rétt svo á floti.

Myndin segir frá stormasömu sambandi yfirmanns og undirmanns, en inn í það flækjast svik, kynlíf og að lokum morð. Að hætti leikstjórans verða skilin á milli ímyndunar og raunveruleika óljós, og að sýningu lokinni horfðu áhorfendur ringlaðir hver á aðra.

Frambærilegur leikhópurinn er í heild sinni klunnalegur og tónlist Pino Donaggio ætti frekar heima í ljósblárri mynd frá tíunda áratugnum. Ég sver það, ég heyrði í saxófóni þarna einhvers staðar.

Lummulegustu myndir leikstjórans eru frábærar vegna þess að þær ganga svo langt í firringu og rugli að áhorfandinn verður að lokum samdauna verkinu. Passion heldur aftur af sér of lengi, reynir framan af að vera „evró og intellektúal“, og að lokum þegar hún sleppir sér byrja flestir að flissa.

De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Hann skrifar klaufaleg samtöl og ætti að láta aðra um það. Hann er frábær stílisti og á glæstan feril að baki. Og hann er ekki nema rúmlega sjötugur. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur.

Niðurstaða: Óeftirminnilegur samtíningur úr fyrri verkum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Gagnrýni 16. apr. 2014 11:30

Ófrumlegt verk um ófrjósemi

Útundan er vel leikin sýning sem gaman hefði verið að sjá í tilraunakenndari búningi. Meira
Gagnrýni 16. apr. 2014 11:00

Skemmtilegt og leiðinlegt

Hljómsveitartónleikar á Tectonics: Sumt var athyglisvert og skemmtilegt, en fleira missti marks. Meira
Gagnrýni 15. apr. 2014 14:00

Zombíar á Sinfó

Áhugaverð byrjun á Tectonics-tónlistarhátíðinni. Meira
Gagnrýni 15. apr. 2014 13:30

Hamlet litli fer hamförum

Hamlet litli er sigur fyrir Berg Þór Ingólfsson sem sýnir með stórskemmtilegri, hugmyndaríkri og kröftugri leiksýningu hversu öflugur leikhúsmaður hann er. Meira
Gagnrýni 14. apr. 2014 11:00

Fjötrar feðraveldisins

Leikverk sem ætlar sér að fjalla um heft tilfinningalíf karla sem eru fórnarlömb feðraveldisins en leiðin þangað er ekki greið. Meira
Gagnrýni 07. apr. 2014 13:00

Stjörnur fylla Kúluna

Hugmyndarík og frábærlega útfærð sýning: leikhúslistamenn Þjóðleikhússins sýna hvers þeir eru megnugir. Meira
Gagnrýni 07. apr. 2014 12:30

Þakið hristist í Borgarleikhúsinu

Fyndin og áhrifamikil sýning með heillandi tónlist. Meira
Gagnrýni 01. apr. 2014 13:00

Ofleikin Hans og Gréta

Góður söngur og píanóleikur en misjöfn leikstjórn, sem gerði að verkum að sýningin í heild missti marks. Meira
Gagnrýni 29. mar. 2014 10:00

Í einu orði sagt stórfengleg

Kvikmyndin Noah fær fullt hús stjarna. Meira
Gagnrýni 27. mar. 2014 09:30

Hreinræktaður húmor í innyflakássu

Kvikmyndin Dead Snow: Red vs. Dead kemur á óvart. Meira
Gagnrýni 26. mar. 2014 10:00

Stútfull af staðalímyndum

Ég hefði verið svo fegin ef þessar staðalímyndir hefðu verið rifnar í tætlur í þessari mynd sem miðuð er að framtíð þjóðarinnar. Meira
Gagnrýni 25. mar. 2014 14:00

Ferjan á góðri siglingu

Góð frumraun höfundar sem leikskálds. Fagmannlega unnin og vel leikin sýning. Skemmtileg leikhúsupplifun. Meira
Gagnrýni 22. mar. 2014 13:00

Skapbætandi tónlist

Mozart var prýðilega útfærður og rann ljúflega niður. Meira
Gagnrýni 19. mar. 2014 11:30

Magnaður kveðskapur

Skemmtilegur flutningur á Carmina Burana. Meira
Gagnrýni 17. mar. 2014 11:00

Ég er sætabrauðsdrengur!

Óvæmnir sætabrauðsdrengir slógu í gegn með snjallri tónlist. Meira
Gagnrýni 10. mar. 2014 11:00

Átt við einhverfu á leiksviðinu

Sjónræn og vel gerð sýning, vel leikin en sagan stendur ekki vel undir svo langri sýningu – sem hlýtur að skrifast á leikgerðina. Meira
Gagnrýni 05. mar. 2014 12:00

Villuljós í Hörpu

Verðugt framtak, en dagskráin var illa ígrunduð og sviðsljósin voru oft mjög truflandi. Kynnirinn hefði líka mátt vera betur undirbúinn. Meira
Gagnrýni 04. mar. 2014 10:00

Gæsahúð hvað eftir annað

Ragnheiður: Framúrskarandi sviðsetning stórfenglegrar óperu. Meira
Gagnrýni 03. mar. 2014 10:00

Dansleikur hjónabandsráðgjafans

Bráðfyndin og skemmtileg sýning en efnið reynist áhorfandanum erfið gáta. Meira
Gagnrýni 27. feb. 2014 10:00

Berserkir Íslenska dansflokksins: Taka tvö

Þrátt fyrir áhugaverðar hugmyndir og góða kafla náði dansverkið Berserkir sér ekki úr því að vera yfirborðskennt samansafn ágætis atriða. Meira
Gagnrýni 26. feb. 2014 12:00

Ég á mér draum

Dansaðu fyrir mig er skemmtileg sýning og ýtir við hugmyndum okkar um hvernig listdans á að vera. Meira
Gagnrýni 25. feb. 2014 10:00

Bang bang bang

Frábær slagverkskonsert eftir Áskel Másson, en sinfónía eftir John Adams olli vonbrigðum. Meira
Gagnrýni 24. feb. 2014 12:00

Kraftmikill kabarett í Þjóðleikhúsinu

Spamalot er söngur, dans og skemmtan fín. Meira
Gagnrýni 20. feb. 2014 10:30

Allt klikkar í Last Vegas

Hér er hið fornkveðna afsannað – sumt verður ekki betra með aldrinum. Meira
Gagnrýni 19. feb. 2014 12:00

Amma og ömmubarn

Bráðskemmtilegir debút-tónleikar Agnesar Þorsteinsdóttur. Hún er ein efnilegasta söngkona sem ég hef heyrt í lengi. Amma hennar Agnes Löve lék með á píanó; leikur hennar var fullur af músík og skáldsk... Meira

Tarot

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Lífið / Gagnrýni / Ástir, örlög og saxófónn
Fara efst