Erlent

Ástand heimsins í nokkrum myndum

Guðsteinn Bjarnason. skrifar
Mótmæli í Brasilíu. Hópur fólks í Sao Paolo mótmælir því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta verði haldin þar í borg í sumar. Mótmælendurnir segja að fénu sem varið verður til keppnishaldsins væri betur varið til að bæta almenningssamgöngur í borginni.
Mótmæli í Brasilíu. Hópur fólks í Sao Paolo mótmælir því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta verði haldin þar í borg í sumar. Mótmælendurnir segja að fénu sem varið verður til keppnishaldsins væri betur varið til að bæta almenningssamgöngur í borginni. Nordicphotos/AFP
Litið inn í Brasilíu þar sem eru mótmæli, páskaritúal á Spáni er kannað, lestarslys skoðað á Indlandi, auk þess sem kíkt er við Í Perú, Suður-Afríku, Sýrlandi og Frakklandi.

Mótmæli í Frakklandi. Starfsmaður tóbaksverksmiðju í Carquefou með hjálm í stíl teiknimyndahetjunnar Ástríks, þar sem hann tók þátt í mótmælum eftir að tilkynnt hafði verið að öllum 327 starfsmönnum verksmiðjunnar yrði sagt upp.Nordicphotos/AFP
.

Loftárásir í Sýrlandi. Maður nokkur í borginni Aleppo bendir upp í loftið, umvafinn reykjarmekki eftir loftárás frá stjórnarhernum.Nordicphotos/AFP
.

Kosningabarátta í Suður-Afríku. Helen Zille, einn frambjóðenda til forsetaembættisins í Suður-Afríku, rekur þarna kjósanda í Hammanskraal rembingskoss á munninn. Jakob Zuma þykir þó harla öruggur um sigur í kosningunum, sem haldnar verða 7. maí.Nordicphotos/AFP
.

Iðrun á Spáni. Félagar úr trúarreglunni „Jesus del Via Crucis“ tóku þátt í skrúðgöngu í Zamora á Spáni í tilefni dymbilvikunnar, klæddir í hefðbundna múnderingu og með róðukross í hendi.Fréttablaðið/AP
.

Krossfesting í Perú. Fangar í Sarita Colonia-fangelsinu í Callao í Perú settu krossfestinguna á svið á þriðjudaginn, þriðja árið í röð.Fréttablaðið/AP
.

Lestarslys á Indlandi. Indverskir lögreglumenn við járnbrautarlest sem fór út af sporinu í gær skammt frá lestarstöðinni við Jagiroad á Indlandi.Fréttablaðið/AP
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×