LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 10:21

Lögregla hefur hafiđ rannsókn á eldsvođanum á Akureyri

FRÉTTIR

Ásta: Virđist vera sem stuđningsmenn ESB í ríkisstjórninni ćtli ađ treysta á minnihlutann í risastórum málum

 
Innlent
19:34 10. JANÚAR 2017
Ásta Guđrún Helgadóttir, ţingmađur Pírata.
Ásta Guđrún Helgadóttir, ţingmađur Pírata. VÍSIR/ERNIR

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að það stingi helst í hve grunnt sé farið í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmálanum. Þá segir hún að það virðist vera sem stuðningsmenn Evrópusambandsins í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum.

„Þetta er rosa yfirborðskennt þannig að ég hlakka til að sjá hvernig og hvort að eitthvað af þessu verði framkvæmt,“ sagði Ásta í samtali við Vísi.

Þá segir hún að svo virðist vera að stuðningsmenn Evrópusambandsins innan ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætli sér að treysta á minnihlutann í stórum málum.

„Það virðist vera svo að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þessum ríkisstjórnarflokkum ætli sér að treysta á minnihluta þingsins þegar það kemur að risastórum málum sem er sérkennilegt að vissu leyti þar sem að það er ekki búið að tala við minnihlutann. Svo maður spyr sig hversu mikill meirihluti þetta sé í raun og veru.“

Lítið farið í útfærslur
Að öðru leyti þykir Ástu stjórnarsáttmálinn frekar rýr. Lítið sé farið í nánar útfærslur á málum.

„Hann er frekar rýr. Það er lítið farið í útfærslur eins og til dæmis á endurskoðun á stjórnarskránni. Það er talað um að sett verði á nefnd en hvernig er framkvæmdin á því, það liggur við að það sé hvorki fugl né fiskur varðandi það. Ég hugsa að flokkarnir hafi ólíka hugmyndafræði um hvernig eigi að fara að því.“  

Ríkisstjórnin fer inn á Alþingi með einungis eins manns meirihluta en með svo nauman meirihluta við stjórnvölinn segir Ásta að umræðuhefðin á þinginu þurfi að breytast.

„Það þýðir ekki að vera að trukka hlutum í gegn eins og gert var á seinasta kjörtímabili. Núna þarf að tala saman.“  


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ásta: Virđist vera sem stuđningsmenn ESB í ríkisstjórninni ćtli ađ treysta á minnihlutann í risastórum málum
Fara efst