Áskorun að lifa á tekjum námsmanna Ugla Egilsdóttir skrifar 21. janúar 2014 10:30 Inga með skó sem hún þarf líkast til að skipta út í vikunni. Fréttablaðið/Valli Ungir jafnaðarmenn standa fyrir áskorun í þessari viku sem nefnist Hungurleikar LÍN. Þátttakendur í Hungurleikunum þurfa að lifa á 2.050 krónum á dag, sem eru ráðstöfunartekjur námsmanna á lánum frá LÍN að undanskildum húsnæðiskostnaði. Áskorunin stendur frá miðnætti aðfaranótt 20. janúar til miðnættis viku seinna. Þátttakendum er gert að taka myndir af útgjöldum sínum meðan á áskoruninni stendur og merkja myndirnar á Instagram með kassmerkinu #HungurleikarLÍN.Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, ætlar að taka þátt. Henni hefur gengið ágætlega í áskoruninni hingað til. „Leikarnir hófust á miðnætti og ég er ekki búin að eyða neinu í dag.“ Hún spáir því að gamanið kárni síðar í vikunni. „Skórnir mínir eru að detta í sundur. Þegar það gerist neyðist ég til að kaupa mér nýja skó vegna þess að þetta er síðasta skóparið mitt. Svo sé ég fram á að kaupa mér getnaðarvarnir á miðvikudaginn. Þá er helmingurinn af vikupeningunum farinn.“ Hún segist þó eiga fyrir þessum útgjaldaliðum sjálf alla jafna. „Ég kemst upp með þetta í lífinu. Ég er ekki á lánum frá LÍN og er ekki í námi, en ég myndi þurfa alla þessa hluti ef ég væri í námi.“ Í reglunum kemur fram að engin útgjöld nema húsnæðisgjöld séu undanskilin í leiknum. „Það er bannað að birgja sig upp af vörum áður en leikurinn hefst, og það er líka bannað að svindla og fresta til dæmis tannlæknatímum þangað til í vikunni á eftir.“ Grunnframfærsla LÍN þetta skólaár er 144.867 krónur á mánuði „Stúdentaráð hefur reiknað út að námsmenn hafi aðeins 1.300 krónur í mat á dag og 750 krónur í allt annað að undanskildu húsnæði, og við miðum við þeirra útreikninga. Þessi upphæð dugir ekki til að lifa mannsæmandi lífi. Ég er búin að fara bæði til tannlæknis og augnlæknis í þessum mánuði. Læknisheimsóknirnar kostuðu mig sextíu þúsund krónur. Ef ég þyrfti að lifa á námslánum gæti ég ekki borðað í rúman mánuð eftir þetta, nema með því að taka yfirdrátt.“ Tuttugu manns hafa skráð sig fyrirfram til þátttöku í Hungurleikum LÍN. Öllum er þó heimilt að taka þátt á Instagram. „Við vonum að sem flestir taki þátt, og sérstaklega yfirvöld. Það væri gaman að sjá menntamálaráðherra reyna að lifa á 2.050 krónum á dag.“ Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn standa fyrir áskorun í þessari viku sem nefnist Hungurleikar LÍN. Þátttakendur í Hungurleikunum þurfa að lifa á 2.050 krónum á dag, sem eru ráðstöfunartekjur námsmanna á lánum frá LÍN að undanskildum húsnæðiskostnaði. Áskorunin stendur frá miðnætti aðfaranótt 20. janúar til miðnættis viku seinna. Þátttakendum er gert að taka myndir af útgjöldum sínum meðan á áskoruninni stendur og merkja myndirnar á Instagram með kassmerkinu #HungurleikarLÍN.Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, ætlar að taka þátt. Henni hefur gengið ágætlega í áskoruninni hingað til. „Leikarnir hófust á miðnætti og ég er ekki búin að eyða neinu í dag.“ Hún spáir því að gamanið kárni síðar í vikunni. „Skórnir mínir eru að detta í sundur. Þegar það gerist neyðist ég til að kaupa mér nýja skó vegna þess að þetta er síðasta skóparið mitt. Svo sé ég fram á að kaupa mér getnaðarvarnir á miðvikudaginn. Þá er helmingurinn af vikupeningunum farinn.“ Hún segist þó eiga fyrir þessum útgjaldaliðum sjálf alla jafna. „Ég kemst upp með þetta í lífinu. Ég er ekki á lánum frá LÍN og er ekki í námi, en ég myndi þurfa alla þessa hluti ef ég væri í námi.“ Í reglunum kemur fram að engin útgjöld nema húsnæðisgjöld séu undanskilin í leiknum. „Það er bannað að birgja sig upp af vörum áður en leikurinn hefst, og það er líka bannað að svindla og fresta til dæmis tannlæknatímum þangað til í vikunni á eftir.“ Grunnframfærsla LÍN þetta skólaár er 144.867 krónur á mánuði „Stúdentaráð hefur reiknað út að námsmenn hafi aðeins 1.300 krónur í mat á dag og 750 krónur í allt annað að undanskildu húsnæði, og við miðum við þeirra útreikninga. Þessi upphæð dugir ekki til að lifa mannsæmandi lífi. Ég er búin að fara bæði til tannlæknis og augnlæknis í þessum mánuði. Læknisheimsóknirnar kostuðu mig sextíu þúsund krónur. Ef ég þyrfti að lifa á námslánum gæti ég ekki borðað í rúman mánuð eftir þetta, nema með því að taka yfirdrátt.“ Tuttugu manns hafa skráð sig fyrirfram til þátttöku í Hungurleikum LÍN. Öllum er þó heimilt að taka þátt á Instagram. „Við vonum að sem flestir taki þátt, og sérstaklega yfirvöld. Það væri gaman að sjá menntamálaráðherra reyna að lifa á 2.050 krónum á dag.“
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira