Íslenski boltinn

Ásgeir: Vildum koma með okkar punkta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Ásgeirsson, formaður Íslensks toppfótbolta, er ánægður með að samtökin hafi fengið að koma með sínar áherslur að samningaborðinu þegar gengið var frá samningi um sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu.

Samningurinn, sem er á milli 365 miðla hf. og KSÍ, var undirritaður í dag og nær hann frá 2016 til 2021 - alls yfir sex tímabil.

Íslenskur toppfótbolti er samtök félaga í efstu deild hér á landi og ver hagsmuni þeirra.

„Við komum að borðinu með Knattspyrnusambandinu og komum með okkar punkta inn í þetta mál. Við teljum okkur hafa náð þeim markmiðum sem við settum okkur,“ sagði Ásgeir sem einnig er formaður knattspyrnudeildar Fylkis.

„Okkur fannst það mikilvægt að komast að borðinu og fá að hafa áhrif á þetta ferli. Það var gert og við erum mjög ánægður með það.“

Hann segir að samningurinn muni hafa þó nokkur áhrif á rekstur íslenskra knattspyrnufélaga, sérstaklega þeirra sem leika í efstu deild en stærstur hluti teknanna skiptast á þau félög.

„Samningurinn staðfestir virði deildarinnar og við erum búin að fá ákveðna yfirlýsingu um það að virðið sé það sem skrifað var undir í dag.“

„Auðvitað skiptir máli að það séu ákveðnir fjármunir tryggðir liðunum í efstu deild og það hjálpar til við reksturinn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×