Viðskipti erlent

Ásælast námur á Grænlandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Suðurkóreskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að kaupa stóran hlut í Kvanefjeld-námunni á Grænlandi. Þetta kemur fram á vef Berlingske.

Á vefnum er því haldið fram að hópurinn sé reiðubúinn að veita sem svarar 320 milljörðum íslenskra króna í námuna.

Í námunni má finna ýmsar gerðir af málmum sem mikilvægir eru í hátækniiðnaði, en einnig er þar töluvert magn af úrani.

Málið þykir hápólitískt, því með fjárfestingunni yrði stór hluti af grænlensku hagkerfi háður erlendum fjárfestum. Einnig þykir málið vafasamt af öryggisástæðum vegna úransins.- ktg





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×