Handbolti

Hvernig er hægt að dæma línu á þetta? | Logi Geirs brjálaður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óðinn skoraði fullkomlega löglegt mark sem var dæmt af.
Óðinn skoraði fullkomlega löglegt mark sem var dæmt af. vísir/eyþór
FH tapaði með þriggja marka mun, 24-21, fyrir Tatron Presov frá Slóvakíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð EHF-bikars karla í handbolta í gær.



Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson mark sem var af einhverjum óskiljanlegum ástæðum dæmt af.

Óðinn fór inn úr hægra horninu og skoraði en dómarinn dæmdi línu á hann. Galinn dómur því Óðinn var langt frá því að stíga á línuna eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Atvikið má líka sjá á vef EHF (stillið myndbandið á 01:15:00).

Þetta er ekki lína.mynd/skjáskot af vef ehf
Í staðinn fyrir að minnka muninn í 22-21 fór Tatran Presov í sókn og komst þremur mörkum yfir, 23-20. Sami munur var á liðunum í leikslok, 24-21.

FH-ingar voru skiljanlega ósáttir við þennan dóm. Enginn var þó ósáttari en Logi Geirsson sem blés hressilega á Twitter. Gamli landsliðsmaðurinn sagði m.a. að hann væri hættur að horfa á handbolta.

Þrátt fyrir óánægju Loga með dómgæsluna verður að teljast líklegt að hann, sem og aðrir FH-ingar, fylgist grannt með þegar Fimleikafélagið fær Tatran Presov í heimsókn á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Þriggja marka tap FH-inga í Slóvakíu

FH tapaði með þriggja marka mun fyrir Tatran Presov, 24-21, í fyrri leik liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í Slóvakíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×