Enski boltinn

Jón Daði spilaði fyrir Wolves í fyrsta leik Bruce hjá Villa

Smári Jökull Jónsson skrifar
Steve Bruce stýrði Aston Villa í fyrsta skipti í dag.
Steve Bruce stýrði Aston Villa í fyrsta skipti í dag. Vísir/Getty
Jón Daði Böðvarsson lék í 88 mínútur þegar Wolves gerði jafntefli gegn Aston Villa í Championship-deildinni í dag.

Steve Bruce stjórnaði Aston Villa í fyrsta skipti í dag en hann var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins í vikunni. Jón Daði fór fyrir framlínu Wolves en tókst ekki að skora þær 88 mínútur sem hann lék.

Jonathan Kodija kom heimamönnum í Villa eftir 15 mínútna leik en Helder Costa jafnaði fyrir Wolves á 34.mínútu úr vítaspyrnu.

Wolves hafði yfirhöndina í leiknum og átti fleiri marktilraunir en hvorugu liðinu tókst að skora fleiri mörk og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Eftir jafnteflið eru Úlfarnir í 12.sæti deildarinnar með 16 stig en Aston Villa í því 20. með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×