Enski boltinn

Perez orðinn leikmaður Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Perez er kominn til Lundúna.
Perez er kominn til Lundúna. Vísir/Getty
Arsenal hefur tilkynnt formlega að félagið hafi gengið frá kaupum á Lucas Perez frá Deportivo La Coruna á Spáni.

Perez er 27 ára sóknarmaður sem skoraði sautján mörk í 37 leikjum fyrir Deportivo á síðustu leiktíð en hann var áður á mála hjá PAOK í Grikklandi.

Arsenal þurfti að virkja riftunarákvæði samnings hans við Deportivo og greiðir samkvæmt því 20 milljónir evra fyrir kappann, jafnvirði 2,6 milljarða króna.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti um helgina að þeir Perez og Shkodran Mustafi, 24 ára þýskur varnarmaður, væru á leið til félagsins en Arsenal á enn eftir að staðfesta komu Mustafi.

Talið er að Arsenal muni greiða meira en 35 milljónir punda fyrir Mustafi sem er á mála hjá Valencia.


Tengdar fréttir

Arsenal og Everton bítast um Lucas

Ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Everton hafa bæði mikinn áhuga á spænska framherjanum Lucas Pérez Martínez sem leikur með Deportio La Coruna.

Wenger líkir Perez við Vardy

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, líkir Lucas Perez við enska framherjann Jamie Vardy en sá síðarnefndi var Englandsmeistari með Leicester á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×