Enski boltinn

Arsenal og Everton bítast um Lucas

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lucas skoraði 17 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Lucas skoraði 17 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty
Ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Everton hafa bæði mikinn áhuga á spænska framherjanum Lucas Pérez Martínez sem leikur með Deportio La Coruna.

Everton var komið langt með að klára kaupin á Lucas en Arsenal kom svo skyndilega inn í myndina.

Lucas átti frábært tímabil með Deportivo í fyrra og skoraði 17 mörk í 36 deildarleikjum.

Sú frammistaða kveikti áhuga Everton og Arsenal sem eru bæði í framherjaleit.

Talið er að hinn 27 ára gamli Lucas muni kosta í kringum 17 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×