Enski boltinn

Jóhann Berg orðinn leikmaður Burnley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Burnley.

Jóhann Berg skrifaði undir þriggja ára samning við Burnley með möguleika á árs framlengingu.

Jóhann Berg kemur frá Charlton sem hann hefur leikið með undanfarin tvö tímabil. Jóhann Berg spilaði vel fyrir Charlton á síðasta tímabili og lagði upp flest mörk (11) í ensku B-deildinni.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Íslands í öllum fimm leikjum liðsins á EM í Frakklandi en hann hefur alls leikið 52 landsleiki og skorað fimm mörk.

Burnley vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni síðasta vor eftir eins árs fjarveru.

Burnley mætir Swansea City í 1. umferð úrvalsdeildarinnar þar sem Jóhann Berg mun væntanlega kljást við félaga sinn í íslenska landsliðinu, Gylfi Þór Sigurðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×