Fótbolti

Slóvakar stóðust pressuna frá Rússum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Slóvakía er komið á blað í B-riðli Evrópumótsins eftir flottan 2-1 sigur á Rússum í dag.

Slóvakar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og Vladimir Weiss kom þeim yfir með frábæru marki. Fékk sendingu inn fyrir vörnina frá Marek Hamsik.

Hann var ískaldur á teignum og losaði sig listavel við tvo rússneska varnarmenn áður en hann lagði boltann í fjærhornið.

Þrettán mínútum síðar var komið að Weiss að gjalda greiðann er hann sendi á Hamsik sem snéri af sér varnarmann áður en hann negldi boltanum í samskeytin og inn. Geggjað mark.

Rússarnir reyndu að selja sig dýrt í þeim síðari og tíu mínútum fyrir leikslok komust þeir inn í leikinn. Frábær spilamennska endaði með því að Glushakov skallaði boltann í netið. Frábærlega gert.

Rússar pressuðu Slóvakana grimmt í kjölfarið en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Rússland 0-2 Slóvakía Rússland 1-2 Slóvakía



Fleiri fréttir

Sjá meira


×