Enski boltinn

Súper mark Okazaki færði Leicester skrefi nær titlinum | Sjáðu markið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Shinji Okazaki skoraði frábært mark.
Shinji Okazaki skoraði frábært mark. vísir/getty
Topplið Leicester færðist skrefi nær Englandsmeistaratitlinum í kvöld þegar liðið lagði Newcastle á heimavelli sínum, 1-0.

Eina mark leiksins skoraði Japaninn Shinji Okazaki með fallegri hjólhelstaspyrnu á 25. mínútu leiksins. Algjörlega frábært mark sem má sjá í spilaranum hér að neðan.

Rafael Benítez var að stýra Newcastle í fyrsta sinn eftir að taka við af Steve McLaren sem knattspyrnustjóri liðsins í síðustu viku.

Honum tókst ekki að vinna sigur í endurkomunni í enska boltann, en seinni hálfleikurinn var tiltöluega tíðindalítill. Leicester sigldi sterkum og mikilvægum sigri í hús.

Leicester er sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið náði fimm stiga forskoti á toppnum í kvöld, en það er með 63 stig á móti 58 stigum Tottenham. Arsenal er í þriðja sætinu með 52 stig og á leik til góða.

Refirnir eru aðeins búnir að tapa einum af síðustu tólf deildarleikjum sínum, þar af eru þeir búnir að vinna sjö og innbyrða 25 stig af 36 mögulegum. Lið sem er svo sannarlega í meistaraformi.

Newcastle var aftur á móti að tapa fjórða leiknum í röð. Liðið er í 19. sæti með 24 stig, stigi frá öruggu sæti og á níu leiki eftir.

Okazaki kemur Leicester í 1-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×