Enski boltinn

Tíu leikmenn Sunderland nældu í stig | Öll úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Sunderland fagna marki Lens sem fékk rautt spjald síðar í leiknum.
Leikmenn Sunderland fagna marki Lens sem fékk rautt spjald síðar í leiknum. vísir/getty
Tíu leikmönnum Sunderland tókst að halda út í 2-2 jafntefli gegn West Ham á heimavelli í dag en Sunderland lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Jermaine Lens fékk sitt annað gula spjald á 57. mínútu.

Sunderland sem hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Lens og Steven Fletcher en Carl Jenkison minnkaði muninn fyrir West Ham undir lok fyrri hálfleiks.

Dimitri Payet náði að jafna metin skömmu eftir rauða spjaldið en lengra komust gestirnir ekki og skyldu liðin því jöfn á Stadium of Lights.

Lærisveinar Claudio Ranieri í Leicester eru komnir á sigurbraut á ný en þeir unnu 2-1 sigur á Norwich á útivelli í dag. Enski landsliðsmaðurinn Jamie Vardy kom Leicester yfir og bætti Jefferey Schlupp við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks. Dieumerci Mbokani tókst að klóra í bakkann fyrir heimamenn í Norwich en lengra komust nýliðarnir ekki.

Þá tapaði Aston Villa fjórða leiknum í röð á heimavelli í dag en Marko Arnautovic skoraði sigurmark Stoke þegar tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik.

Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni:

Aston Villa 0-1 Stoke City

Bournemouth 1-1 Watford

Manchester City 6-1 Newcastle

Norwich 1-2 Leicester

Sunderland 2-2 West Ham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×