Enski boltinn

Ramsey ráðinn stjóri QPR til ársins 2018

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramsey stýrir QPR næstu þrjú árin.
Ramsey stýrir QPR næstu þrjú árin. vísir/getty
Chris Ramsey verður knattspyrnustjóri QPR næstu þrjú árin, eða til loka tímabilsins 2018.

Þótt Ramsey hafi ekki tekist að bjarga QPR frá falli ríkir ánægja með hans störf á Loftus Road og stjórnarmenn félagsins hafa því verðlaunað hann með þriggja ára samningi.

Ramsey tók tímabundið við QPR í febrúar eftir að Harry Redknapp sagði af sér og hefur stýrt liðinu í 14 leikjum. Þrír þeirra hafa unnist, tveir endað með jafntefli og níu tapast. QPR féll formlega úr úrvalsdeildinni um þarsíðustu helgi.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir verkefninu sem framundan er,“ sagði Ramsey í samtali við heimasíðu QPR.

Ljóst er að talsverðar breytingar verða á liði QPR fyrir næsta tímabil en margir leikmenn liðsins eru með lausan samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×