Lífið

Ópal er Obal í Danmörku

Obal í danmörku Útlitið á sælgætispökkunum er alveg eins en nafnið er öðruvísi hjá Dönunum sem eru að komast á bragðið.
Obal í danmörku Útlitið á sælgætispökkunum er alveg eins en nafnið er öðruvísi hjá Dönunum sem eru að komast á bragðið.
„Við urðum að breyta nafninu og komumst að þessari niðurstöðu ásamt dreifingaraðilanum í Danmörku. Ætli þetta sé ekki auðveldasta breytingin,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.

Íslenski sælgætisframleiðandinn þurfti að breyta Ópal í Obal til að geta selt sælgætið frændum okkar í Danmörku. Íslendingar í Danmörku hafa rekið upp stór augu í Tiger-búðum þar í landi þar sem pakkar af íslenska sælgætinu standa í hrönnum en bókstafnum P er skipt út fyrir B. Útlitið á pökkunum er hið sama og hér heima.

Ástæðan er sú að danskur sælgætisframleiðandi var þegar búinn að tryggja sér réttinn á nafninu. „Sumir framleiðendur gera þetta, tryggja sér rétt á nöfnum án þess að nota þau. Þegar sóst var eftir að selja Ópal í Danmörku þurftu við því að breyta nafninu til að geta selt það,“ segir Kristján en rúmt ár síðan íslenska sælgætið fór í sölu í Danmörku.

Pakkinn kostar 10 krónur danskar sem er um 220 íslenskar krónur. Til samanburðar er vert að geta að Ópal pakkinn hér heima kostar einnig frá 220 krónum og upp úr. „Þetta er að verða vinsælt núna og Danirnir að komast á bragðið,“ segir Kristján Geir. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×