Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Erla Hlynsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 12:31 Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira