Viðskipti innlent

Landsframleiðan óx um 3,3% í lok síðasta árs

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 3,3% að raungildi frá 3. til 4. ársfjórðungs 2009. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 2,7% þar sem einkaneysla jókst um 1,4 % og fjárfesting um 16,6%.

Samneysla dróst saman um 1,1% milli 3. og 4. ársfjórðungs. Þá er talið að útflutningur hafi vaxið um 3% en innflutningur um 1,5%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxtinn milli ársfjórðunga, ekki ára.

Þetta kemur fram í Hagtíðindum í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um landsframleiðslu á 4. ársfjórðungi 2009, sem birt hafa verið á vefsíðu Hagstofunnar.

Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 6,5% á árinu 2009 í heild samkvæmt áætlunum Hagstofunnar. Þessi samdráttur varð eftir samfelldan hagvöxt frá og með árinu 1993 og er samdrátturinn sá mesti sem mælst hefur frá því að gerð þjóðhagsreikninga hófst á Íslandi árið 1945. Hagvöxtur á árinu 2008 er talinn hafa numið 1%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×