Bílastæðum á Hverfisgötu breytt í hjólastíg 17. ágúst 2010 13:13 Íbúar við Hverfisgötu geta ekki lengur lagt í bílastæði á götunni. Málað verður yfir þau og þau gerð að hjólastíg tímabundið. „Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
„Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira