Innlent

Krabbameinslæknir rétt yfir launum kaffibarþjóns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður segist vera rétt yfir launum kaffibarþjóns.
Sigurður segist vera rétt yfir launum kaffibarþjóns.
Sigurður Böðvarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum, er á förum til Bandaríkjanna eftir að hafa starfað á krabbameinsdeild Landspítalans í 9 ár frá því hann lauk sérnámi. Hann segir í samtali við Læknablaðið að tímakaup sitt fyrir vaktir séu svipað og launin sem dóttir hans fær fyrir að selja kleinur og kaffi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

„Um daginn var ég á helgarvakt og gekk stofugang laugardag og sunnudag á hóp 19 sjúklinga sem voru vafalaust í hópi veikustu sjúklinga spítalans. Ég þurfti á allri minni kunnáttu í lyflækningum að halda því krabbameinssjúklingar hafa einkenni frá öllum líffærakerfum. Þessar 5-6 klukkustundir sem stofugangurinn tók mig laugardag og sunnudag hafði ég sem fyrr segir um 1910 krónur á klukkustund fyrir skatt. Dóttir mín vann á sama tíma við að afgreiða kaffi og kleinur í Húsdýragarðinum fyrir 1850 krónur á tímann," segir Sigurður.

Sigurður, sem hefur starfað sem sérfræðingur hjá Landspítalanum í 9 ár, segist sjá ýmislegt jákvætt að gerast hjá spítalanum varðandi hagræðingu í rekstri, rannsóknum og kennslu. Sviðsstjórakerfið hafi verið lagt af, sviðum fækkað og einn framkvæmdastjóri ráðinn yfir hvert svið. Þá eigi að auka áhrif og ábyrgð yfirlækna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×