Innlent

Fjórir Íslendingar skipta um kyn næstu tvo daga

Fjórar manneskjur gangast undir svokallaða kynskiptiaðgerð á morgun og á mánudag á Landspítalanum. Málið er umdeilt þar sem aðgerðirnar þykja dýrar á niðurskurðartímum.

Fólkið hefur beðið í talsverðan tíma eftir að fá kyn sitt leiðrétt enda aðdragandinn að slíkri aðgerð langur. Læknirinn sem framkvæmir aðgerðirnar er heitir Gunnar Krantz. Hann kemur frá Svíþjóð og segja kunnugir að hann einn færasta sérfræðing Norðurlandanna á þessu sviði.

Ekki eru allir sáttir við að heilbrigðisyfirvöld ráðist í að aðstoða fólk sem þarf að leiðrétta kyn sitt, nú þegar mikið þarf að skera niður í heilbrigðisþjónustunni.

Aðgerðir sem þessar teljast til lýtaaðgerða þótt þær séu mun erfiðari og viðameiri en aðrar aðgerðir sem falla í sama flokk. Hver aðgerð er talin kosta heilbrigðiskerfið um það bil eina milljón króna, eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að það væri talið hagkvæmara að fá lækni hingað til lands til að gera aðgerðirnar heldur en að senda hvern einstakling úr landi. Þetta fyrirkomulagi væri auk þess mun þægilegra fyrir sjúklinginn þar sem það hefði í för með sér að sjúklingurinn þarf ekki að liggja á sjúkrastofu í ókunnu landi eftir þessa miklu aðgerð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×