„Sófaspeki“ sjómanns 31. mars 2010 06:00 Úlfar Hauksson skrifar um sjávarútvegsmál Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands , birti grein hér í Fréttablaðinu þann 27. mars sl. undir yfirskriftinni „Söguskoðun sófaspekinga". Í greininni er Helgi að kenna íslenskum „mennta- og gáfumennum", sem hann kallar „sófaspekinga", lexíu varðandi þróun íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Helgi setur ofan í við „sófaspekingana" fyrir skort á almennri þekkingu á þróun íslensks sjávarútvegs auk þess sem hann segir þá gefa ranga mynd af samspili gengisfellinga íslensku krónunnar og afkomu sjávarútvegsins. Ekki er ætlunin að fara nánar út í gagnrýni Helga á „sófaspekingana". Hins vegar er augljóst að upprifjun Helga á handstýrðri hagstjórn fortíðar með síendurtekinni rússíbanareið gengisfellinga íslensku krónunnar er ekki neinum bjóðandi; hvorki einstaklingum né fyrirtækjum hvort heldur sem er til sjávar eða sveita. Grein Helga undirstrikar því hina hrópandi þörf fyrir stöðugleika í efnahagsmálum til framtíðar. Til að slíkt geti orðið þarf að taka upp annan gjaldmiðil. Flestir gera sér grein fyrir þessari staðreynd og jafnframt því að eini gjaldmiðillinn sem kemur til greina er evra. Auk þess gera flestir sér grein fyrir því að evra fæst ekki nema með aðild að ESB.Áskorun Helga ÁssHelgi telur að það „væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins frá árinu 1983. Sé það gert af bærilegri sanngirni sést hversu stoltir Íslendingar geta verið af sínu fiskveiðistjórnkerfi". Eflaust er það rétt hjá Helga að margur „sófaspekingurinn" mætti kynna sér sögu og þróun íslensks sjávarútvegs betur. Í fræðistörfum sínum hefur Helgi gert það og komist að niðurstöðu um ágæti þess kerfis sem við búum við í dag og er ekkert nema gott um það að segja. Við lestur greinar Helga hnaut ég hins vegar um þá áskorun að bera saman sögu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins og stefnu ESB með „bærilegri sanngirni". Fullyrt er að samanburðurinn sýni yfirburði Íslendinga umfram aðra við fiskveiðistjórnun. Nú vill svo til að undirritaður hefur unnið rannsókn þar sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er borið saman við sjávarútvegsstefnu ESB með hugsanlega aðild í huga. Ljóst má vera að sjávarútvegur í ESB glímir við mikinn vanda. Jafnframt er ljóst að það er eins konar íþrótt á Íslandi að tala af léttúð og vanþekkingu um sjávarútveg í ESB. Þær aðstæður sem sjávarútvegur í ESB býr við eru með allt öðrum og ósambærilegum hætti en hér á Íslandi. Ósambærilegar aðstæðurÍ samanburði við ESB, þar sem fiskveiðilögsögur skarast undantekningalaust og fiskistofnar eru sameiginlegir, má með „bærilegri sanngirni" segja að fiskveiðistjórnun á Íslandi fari fram í einangruðu fiskabúri. Fullyrða má að ef ekki er hægt að ná góðum árangri við fiskveiðistjórnun á Íslandi, þar sem flestir okkar helstu nytjastofnar eru tiltölulega staðbundnir, er það hvergi hægt. Strandríki ESB búa við gerólíkar aðstæður og úrlausnarefni af allt annarri stærðargráðu auk þess sem sjávarútvegur er rekinn með gerólíkum formerkjum af augljósum efnahagslegum ástæðum. Af landfræðilegum ástæðum fer fiskveiðistjórnun í ESB að hluta til fram á alþjóðlegum vettvangi sambandsins - aðstæður leyfa einfaldlega ekki annað. Þar er t.d. tekinn sameiginleg ákvörðun um hámarksafla sem er úthlutað til strandríkja sem síðan geta stuðst við hvaða kerfi sem er við upptöku aflans. Dæmi eru um afbrigði við íslenska kvótakerfið hvað það varðar. Þrátt fyrir ýmsa annmarka sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, og „sófaspeki" margra gáfumanna, er algjörlega útilokað að stjórna fiskveiðum alfarið frá einstaka strandríki - slíkt yrði einfaldlega ávísun á allsherjar þorskastríð. Það er því algjör misskilningur að sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB sé rót alls hins illa í evrópskum sjávarútvegi. Málið er mun flóknara en svo og fullyrða má að staðan væri síst betri hefðu menn ekki vettvang ESB til að ráða ráðum sínum. Söguleg þróun og sanngirniÍslenska kvótakerfið hefur knúið fram hagræðingu í sjávarútvegi á ýmsum sviðum. Sé hins vegar litið til þess afla sem við Íslendingar tökum úr sjó í dag, eftir áratuga kvótakerfi, má hins vegar efast um ágæti kerfisins sem fiskveiðistjórnunartæki. Undirritaður gerir sér hins vegar fulla grein fyrir því að hér er um flókið samspil stjórnunar og umhverfisaðstæðna að ræða. En hverju sem því líður þá má með „bærilegri sanngirni" segja að íslenska „fiskabúrið" sé í veigamiklum atriðum fullkomlega ósamanburðarhæft við þann flókna veruleika sem hafsvæði ESB býður upp á. Það vita þeir sem hafa kynnt sér sögulega þróun fiskveiða og fiskveiðistjórnunar á Íslandi og í ESB. Höfundur er stjórnmálafræðingur og togarasjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Úlfar Hauksson skrifar um sjávarútvegsmál Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands , birti grein hér í Fréttablaðinu þann 27. mars sl. undir yfirskriftinni „Söguskoðun sófaspekinga". Í greininni er Helgi að kenna íslenskum „mennta- og gáfumennum", sem hann kallar „sófaspekinga", lexíu varðandi þróun íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Helgi setur ofan í við „sófaspekingana" fyrir skort á almennri þekkingu á þróun íslensks sjávarútvegs auk þess sem hann segir þá gefa ranga mynd af samspili gengisfellinga íslensku krónunnar og afkomu sjávarútvegsins. Ekki er ætlunin að fara nánar út í gagnrýni Helga á „sófaspekingana". Hins vegar er augljóst að upprifjun Helga á handstýrðri hagstjórn fortíðar með síendurtekinni rússíbanareið gengisfellinga íslensku krónunnar er ekki neinum bjóðandi; hvorki einstaklingum né fyrirtækjum hvort heldur sem er til sjávar eða sveita. Grein Helga undirstrikar því hina hrópandi þörf fyrir stöðugleika í efnahagsmálum til framtíðar. Til að slíkt geti orðið þarf að taka upp annan gjaldmiðil. Flestir gera sér grein fyrir þessari staðreynd og jafnframt því að eini gjaldmiðillinn sem kemur til greina er evra. Auk þess gera flestir sér grein fyrir því að evra fæst ekki nema með aðild að ESB.Áskorun Helga ÁssHelgi telur að það „væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins frá árinu 1983. Sé það gert af bærilegri sanngirni sést hversu stoltir Íslendingar geta verið af sínu fiskveiðistjórnkerfi". Eflaust er það rétt hjá Helga að margur „sófaspekingurinn" mætti kynna sér sögu og þróun íslensks sjávarútvegs betur. Í fræðistörfum sínum hefur Helgi gert það og komist að niðurstöðu um ágæti þess kerfis sem við búum við í dag og er ekkert nema gott um það að segja. Við lestur greinar Helga hnaut ég hins vegar um þá áskorun að bera saman sögu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins og stefnu ESB með „bærilegri sanngirni". Fullyrt er að samanburðurinn sýni yfirburði Íslendinga umfram aðra við fiskveiðistjórnun. Nú vill svo til að undirritaður hefur unnið rannsókn þar sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er borið saman við sjávarútvegsstefnu ESB með hugsanlega aðild í huga. Ljóst má vera að sjávarútvegur í ESB glímir við mikinn vanda. Jafnframt er ljóst að það er eins konar íþrótt á Íslandi að tala af léttúð og vanþekkingu um sjávarútveg í ESB. Þær aðstæður sem sjávarútvegur í ESB býr við eru með allt öðrum og ósambærilegum hætti en hér á Íslandi. Ósambærilegar aðstæðurÍ samanburði við ESB, þar sem fiskveiðilögsögur skarast undantekningalaust og fiskistofnar eru sameiginlegir, má með „bærilegri sanngirni" segja að fiskveiðistjórnun á Íslandi fari fram í einangruðu fiskabúri. Fullyrða má að ef ekki er hægt að ná góðum árangri við fiskveiðistjórnun á Íslandi, þar sem flestir okkar helstu nytjastofnar eru tiltölulega staðbundnir, er það hvergi hægt. Strandríki ESB búa við gerólíkar aðstæður og úrlausnarefni af allt annarri stærðargráðu auk þess sem sjávarútvegur er rekinn með gerólíkum formerkjum af augljósum efnahagslegum ástæðum. Af landfræðilegum ástæðum fer fiskveiðistjórnun í ESB að hluta til fram á alþjóðlegum vettvangi sambandsins - aðstæður leyfa einfaldlega ekki annað. Þar er t.d. tekinn sameiginleg ákvörðun um hámarksafla sem er úthlutað til strandríkja sem síðan geta stuðst við hvaða kerfi sem er við upptöku aflans. Dæmi eru um afbrigði við íslenska kvótakerfið hvað það varðar. Þrátt fyrir ýmsa annmarka sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, og „sófaspeki" margra gáfumanna, er algjörlega útilokað að stjórna fiskveiðum alfarið frá einstaka strandríki - slíkt yrði einfaldlega ávísun á allsherjar þorskastríð. Það er því algjör misskilningur að sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB sé rót alls hins illa í evrópskum sjávarútvegi. Málið er mun flóknara en svo og fullyrða má að staðan væri síst betri hefðu menn ekki vettvang ESB til að ráða ráðum sínum. Söguleg þróun og sanngirniÍslenska kvótakerfið hefur knúið fram hagræðingu í sjávarútvegi á ýmsum sviðum. Sé hins vegar litið til þess afla sem við Íslendingar tökum úr sjó í dag, eftir áratuga kvótakerfi, má hins vegar efast um ágæti kerfisins sem fiskveiðistjórnunartæki. Undirritaður gerir sér hins vegar fulla grein fyrir því að hér er um flókið samspil stjórnunar og umhverfisaðstæðna að ræða. En hverju sem því líður þá má með „bærilegri sanngirni" segja að íslenska „fiskabúrið" sé í veigamiklum atriðum fullkomlega ósamanburðarhæft við þann flókna veruleika sem hafsvæði ESB býður upp á. Það vita þeir sem hafa kynnt sér sögulega þróun fiskveiða og fiskveiðistjórnunar á Íslandi og í ESB. Höfundur er stjórnmálafræðingur og togarasjómaður.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun