Innlent

Ekki er útlit fyrir heilsutjón vegna gossins

Seljavellir var eitt af þeim landsvæðum sem urðu grá af ösku í kjölfar gossins. 
fréttablaðið/gva
Seljavellir var eitt af þeim landsvæðum sem urðu grá af ösku í kjölfar gossins. fréttablaðið/gva
Gosið í Eyjafjallajökli kemur ekki til með að hafa mikil áhrif á heilsu Íslendinga. Kemur þetta fram í nýrri, breskri rannsókn sem gerð var á vegum Durham-háskóla sem sérhæfir sig í rannsóknum og greiningu á hættu í umhverfinu.

Fjórtán ólíkum sýnum var safnað víðsvegar á landinu og leiddu niðurstöður rannsókna á þeim í ljós að töluverð aska hefur verið í andrúmsloftinu á fyrstu vikum gossins. Þó virtist askan ekki vera í nægilega miklu magni til þess að hafa skaðleg áhrif á öndunarfæri fólks.

Dr. Claire Horwell, stjórnandi rannsóknar­innar, segir að askan úr Eyjafjallajökli sé tiltölulega fíngerð sem gerir henni þar af leiðandi kleift að fara ofan í öndunarfæri fólks og valda ertingu. Hins vegar var afar lítið af öðrum áhættuþáttum í öskunni sem geta valdið heilsufarsvandamálum. Afar lítið virtist vera um eitruð steinefni sem er afar jákvætt, að sögn Horwell.

Dr. Beter Baxter, sérfræðingur í heilsufars­tjóni af völdum eldgosa við Camebridge-háskóla, tekur undir orð Horwell. Hann segir niðurstöður úr öskusýnunum benda sterklega til þess að áhætta á heilsufarsvandamálum í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli séu litlar.

- sv


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×