Mikilvægt að bændur kynni sér ESB 11. september 2010 04:00 Mats Persson forstjóri Landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar segir sænska bændur hafa verið neikvæða út í skrifræði ESB. Þeir hafi nú vanist því og viðhorfið sé orðið jákvæðara. „Sænskir bændur voru mjög fylgjandi aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu. Þegar þeir rákust á vegg skrifræðisins, sem var mun þyngra í vöfum en þeir bjuggust við, urðu þeir neikvæðir í garð sambandsins. Bændurnir hafa jafnað sig síðan þá enda hafa þeir notið góðs af byggðastefnu ESB,“ segir Mats Persson, forstjóri Landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar. Persson er staddur hér á landi í tengslum við aðildarumsókn íslenskra stjórnvalda að Evrópusambandinu. Persson vann að aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu fyrir hönd Landbúnaðarstofnunarinnar árið 1995 og hefur síðastliðin sjö ár verið ábyrgur fyrir viðskiptum bænda við ESB ásamt því að fylgja eftir stefnu sambandsins í byggðamálum. Hann rifjar upp að fyrir aðild Svía hafi verið meirihlutavilji fyrir aðild að ESB. Bændur hafi farið í kynningarferðir til aðildarríkjanna og litist vel á. „Ég held að þeir hafi sömuleiðis séð ákveðna möguleika sem fólust í sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB og stuðningi við dreifðari byggðir. Það var ekki fyrir hendi í Svíþjóð á sínum tíma,“ segir Persson. Á meðal styrkja í byggðastefnu ESB eru stuðningur við uppbyggingu í ferðaþjónustu og skógrækt. Íslenskir bændur geti fengið styrk til að græða landið og draga úr uppblæstri líkt og Írar og Bretar. „Við glímum við annað vandamál. Aðeins tíu prósent Svíþjóðar eru skóglaus. Við fáum styrk til skógarhöggs og grisjunar,“ segir Persson en bætir við að ekki minna máli skipti að sem dæmi hafi ESB styrkt lagningu breiðbands í dreifðari byggðum Svíþjóðar. „Það er mikilvægt og fólk í dag vill ganga að því vísu, sérstaklega ungt fólk. ESB styrkir lagningu breiðbandsnets í dreifðari sveitum.“ Þrátt fyrir aðild Svía að ESB fyrir fimmtán árum hefur útflutningur á matvælum ekki aukist til annarra aðildarríkja. Þvert á móti hefur innflutningur á landbúnaðarafurðum aukist. Persson segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Neysla á kjöti og ostum hafi aukist umfram framleiðslugetu landbúnaðarins og innflutningur því aukist. „Það hefði breyst hvort eð er,“ segir Persson og vísar til tækniframfara í landbúnaði sem hafi skilað sér í breyttum háttum. Persson þekkir til andstöðu íslenskra bænda og hagsmunahópa þeirra við aðild að ESB. Hann segir bændur verða að kynna sér landbúnaðarstefnu sambandsins og fara utan í því skyni. Það hafi skilað miklum árangri í Svíþjóð. „Það er mikilvægt að auka þekkinguna á ESB. Þá hafið þið meira til að byggja á,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Sænskir bændur voru mjög fylgjandi aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu. Þegar þeir rákust á vegg skrifræðisins, sem var mun þyngra í vöfum en þeir bjuggust við, urðu þeir neikvæðir í garð sambandsins. Bændurnir hafa jafnað sig síðan þá enda hafa þeir notið góðs af byggðastefnu ESB,“ segir Mats Persson, forstjóri Landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar. Persson er staddur hér á landi í tengslum við aðildarumsókn íslenskra stjórnvalda að Evrópusambandinu. Persson vann að aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu fyrir hönd Landbúnaðarstofnunarinnar árið 1995 og hefur síðastliðin sjö ár verið ábyrgur fyrir viðskiptum bænda við ESB ásamt því að fylgja eftir stefnu sambandsins í byggðamálum. Hann rifjar upp að fyrir aðild Svía hafi verið meirihlutavilji fyrir aðild að ESB. Bændur hafi farið í kynningarferðir til aðildarríkjanna og litist vel á. „Ég held að þeir hafi sömuleiðis séð ákveðna möguleika sem fólust í sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB og stuðningi við dreifðari byggðir. Það var ekki fyrir hendi í Svíþjóð á sínum tíma,“ segir Persson. Á meðal styrkja í byggðastefnu ESB eru stuðningur við uppbyggingu í ferðaþjónustu og skógrækt. Íslenskir bændur geti fengið styrk til að græða landið og draga úr uppblæstri líkt og Írar og Bretar. „Við glímum við annað vandamál. Aðeins tíu prósent Svíþjóðar eru skóglaus. Við fáum styrk til skógarhöggs og grisjunar,“ segir Persson en bætir við að ekki minna máli skipti að sem dæmi hafi ESB styrkt lagningu breiðbands í dreifðari byggðum Svíþjóðar. „Það er mikilvægt og fólk í dag vill ganga að því vísu, sérstaklega ungt fólk. ESB styrkir lagningu breiðbandsnets í dreifðari sveitum.“ Þrátt fyrir aðild Svía að ESB fyrir fimmtán árum hefur útflutningur á matvælum ekki aukist til annarra aðildarríkja. Þvert á móti hefur innflutningur á landbúnaðarafurðum aukist. Persson segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Neysla á kjöti og ostum hafi aukist umfram framleiðslugetu landbúnaðarins og innflutningur því aukist. „Það hefði breyst hvort eð er,“ segir Persson og vísar til tækniframfara í landbúnaði sem hafi skilað sér í breyttum háttum. Persson þekkir til andstöðu íslenskra bænda og hagsmunahópa þeirra við aðild að ESB. Hann segir bændur verða að kynna sér landbúnaðarstefnu sambandsins og fara utan í því skyni. Það hafi skilað miklum árangri í Svíþjóð. „Það er mikilvægt að auka þekkinguna á ESB. Þá hafið þið meira til að byggja á,“ segir hann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira