Viðskipti innlent

Höft eru gróðrarstía lögbrota

Semja verður um krónueignir erlendra aðila sem festust hér við innleiðingu gjaldeyrishafta áður en þau verða afnumin, segir aðstoðarseðlabankastjóri. fréttablaðið/GVA
Semja verður um krónueignir erlendra aðila sem festust hér við innleiðingu gjaldeyrishafta áður en þau verða afnumin, segir aðstoðarseðlabankastjóri. fréttablaðið/GVA

Seðlabankinn mun á næstu mánuðum ráðfæra sig við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, aðra ráðgjafa og stjórnvöld um endurskoðun á áætlun um afnám gjaldeyrishafta, að sögn Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra. Hann segir gjaldeyrishöft brengla efnahagslega hvata, leiða til þess að viðskiptatækifæri glatast og vera gróðrarstíu lögbrota.

Arnór hélt erindi í gær á fundi eignastýringarfyrirtækisins Íslensk verðbréf en þar fjallaði hann um leiðina úr höftunum.

Arnór benti á að óstöðugt skammtímafjármagn, krónueignir í eigu erlendra fjárfesta, skapi ákveðna hættu þegar næstu skref hafta verði afnumin.

„Meðal þess sem kemur til álita er að efna til útboða þar sem erlendum aðilum sem eiga krónueignir gefst kostur á að skipta á þeim og skuldabréfum í erlendum gjaldmiðli, sem gengið geta kaupum og sölum án takmarkana,“ sagði Arnór, en bætti við að sömuleiðis komi til greina að leggja á stiglækkandi útgönguskatt, samhliða eða síðar. Þá megi leita leiða til að beina fjármagninu í innlenda langtímafjárfestingu. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×