Erlent

Palin: Umhverfisverndarsinnar bera ábyrgð á olíulekanum

Palin var varaforsetaefni Repúblíkana í forsetakosningunum 2008.
Palin var varaforsetaefni Repúblíkana í forsetakosningunum 2008. Mynd/AP
Sarah Palin, varaforsetaefni Repúblíkana í síðustu forsetakosningum, segir að umhverfisverndarsinnar beri ábyrgð á olíulekanum á Mexíkóflóa. Andstaða þeirra við olíuboranir á landi hafa neytt stjórnvöld og einkafyrirtæki til ráðast í afar áhættusöm verkefni á miklu dýpi, að mati Palin. Hún segir að olíuslysið á Mexíkóflóa sýni þetta vel. Palin kom þessum skilaboðum á framfæri í gegnum Facebooksíðu sína.

Talið er að allt að milljón tunnur af olíu hafi lekið út í sjóinn þær sex vikur sem liðnar eru frá því sprenging varð í borpalli olíufélagsins BP á Mexíkóflóa. Í fyrradag sagðist félagið loks hafa náð að stöðva mesta lekann úr olíubrunninum, þó enn streymi töluvert magn óhindrað út í hafið.

Palin var varaforsetaefni Repúblíkana í forsetakosningunum 2008. Hún lét af störfum sem ríkisstjóri Alaska í júlí á síðasta ári. Búist er við því að hún gefi kost á sér í forvali Repúblíkanaflokksins fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×