Störe opnar fyrir norskt lán án Icesavesamkomulags 11. mars 2010 09:54 Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs hefur dregið úr kröfum sínum gagnvart Íslandi og opnar nú fyrir þann möguleika að Norðmenn láni Íslendingum, í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), án þess að lausn sé komin í Icesave deilunni.Blaðið Aftenposten greinir einnig frá að rætt hafi verið um að Norðmenn myndu veita Íslendingum lán fyrir utan AGS pakkan og þá í samvinnu við ESB. „Íslendingar hafa óskað eftir breiðum alþjóðlegum stuðningi. Ef aðrar útgáfur af stuðningi koma fram munum við ekki útiloka að ræða þær," segir Störe.Þetta kemur fram í viðtali við Störe sem Aftenposten birtir í dag en á morgun munu utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittast í Kaupmannahöfn þar sem Icesave deilan verður meðal umræðuefna.„Aðstoð Noregs er bundin áætlun AGS og að okkar mati er sú áætlun ekki bundin við lausn á Icesave deilunni svo lengi sem skilyrði áætlunarinnar standa," segir Störe. „Íslensk stjórnvöld segja mjög ákveðið að skilyrðin séu til staðar og því eigum við að vera opnari fyrir að ræða þessa áætlun innan AGS."Störe leggur áherslu á að norrænu þjóðirnar eigi ekki undir neinum kringumstæðum að standa í vegi fyrir því að málið sé rætt innan AGS. Fram kemur í umfjölluninni að önnur Norðurlönd en Noregur geri skýra kröfu um að Icesave málið leysist áður en þau veita sín lán til Íslands í gegnum AGS. Hann segir að málið verði rætt á fundinum á morgun.Störe segir að hann viti ekki til þess að Bretar og Hollendingar hafi reynt að hindra framgang áætlunar AGS á Íslandi. Og fyrr í vikunni endurtók Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS að hann er reiðubúinn að halda áætluninni áfram án niðurstöðu í Icesave deilunni. Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs hefur dregið úr kröfum sínum gagnvart Íslandi og opnar nú fyrir þann möguleika að Norðmenn láni Íslendingum, í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), án þess að lausn sé komin í Icesave deilunni.Blaðið Aftenposten greinir einnig frá að rætt hafi verið um að Norðmenn myndu veita Íslendingum lán fyrir utan AGS pakkan og þá í samvinnu við ESB. „Íslendingar hafa óskað eftir breiðum alþjóðlegum stuðningi. Ef aðrar útgáfur af stuðningi koma fram munum við ekki útiloka að ræða þær," segir Störe.Þetta kemur fram í viðtali við Störe sem Aftenposten birtir í dag en á morgun munu utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittast í Kaupmannahöfn þar sem Icesave deilan verður meðal umræðuefna.„Aðstoð Noregs er bundin áætlun AGS og að okkar mati er sú áætlun ekki bundin við lausn á Icesave deilunni svo lengi sem skilyrði áætlunarinnar standa," segir Störe. „Íslensk stjórnvöld segja mjög ákveðið að skilyrðin séu til staðar og því eigum við að vera opnari fyrir að ræða þessa áætlun innan AGS."Störe leggur áherslu á að norrænu þjóðirnar eigi ekki undir neinum kringumstæðum að standa í vegi fyrir því að málið sé rætt innan AGS. Fram kemur í umfjölluninni að önnur Norðurlönd en Noregur geri skýra kröfu um að Icesave málið leysist áður en þau veita sín lán til Íslands í gegnum AGS. Hann segir að málið verði rætt á fundinum á morgun.Störe segir að hann viti ekki til þess að Bretar og Hollendingar hafi reynt að hindra framgang áætlunar AGS á Íslandi. Og fyrr í vikunni endurtók Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS að hann er reiðubúinn að halda áætluninni áfram án niðurstöðu í Icesave deilunni.
Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira