Ekki dómur um lögmæti gengislána 14. mars 2010 11:40 Guðjón Rúnarsson. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hafnar því að hægt sé að túlka þau orð hans að óheimilt sé að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt - sem dóm um lögmæti gengistryggðra bíla- og húsnæðislána. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær birtum við níu ára gamalt bréf sem Guðjón Rúnarsson skrifaði til viðskiptanefndar Alþingis sem framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Bréfið var umsögn um lög um vexti og verðtryggingu - þau lög sem liggja til grundvallar dómsmálum um lögmæti gengistryggðra lána. Í bréfinu segir Guðjón orðrétt að eins og lögin eru í dag (og verði að óbreyttu frumvarpi) sé óheimilt að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt. Þarna er því talsmaður fjármálafyrirtækja að lýsa því yfir að bannað sé samkvæmt lögum að gengistryggja íslensk krónu lán. Guðjón sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi. Þar segir að vegna fréttar Stöðvar 2 telji hann rétt að undirstrika að í bréfinu hafi hann kallað eftir breytingum á frumvarpinu til að auka skýrleika laganna. Síðan hafi komið á daginn að samtökin hafi haft nokkuð til síns máls. Guðjón segir að ekki sé hægt að túlka umsögnina svo að í henni felist dómur um það hvort skilmálar einhverra lána fjármálafyrirtækja sem síðar komu til sögunnar séu löglegir eða ólöglegir. Þá telur Guðjón brýnt að niðurstaða Hæstaréttar um lögmæti gengislánanna liggi fyrir sem fyrst. Rétt er að taka fram að þrjú meginefni eru í hinni níu ára gömlu umsögn Guðjóns, í fyrsta lagi vildu fjármálafyrirtækin afnema vald Seðlabankans til að ákveða dráttarvexti, eins vildu þau afnema heimildir Seðlabankans til að takmarka notkun verðtryggingar á lánum og í þriðja lagi vildu þau fá að tengja lán við fleiri vísitölur en neyslu- og hlutabréfavísitölu. Það fékkst ekki í gegn, og því situr eftir að lögin leyfðu ekki gengistryggingu íslenskra krónulána. Tengdar fréttir Vissi að lánin væru ólögleg fyrir níu árum Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum. 13. mars 2010 18:31 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hafnar því að hægt sé að túlka þau orð hans að óheimilt sé að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt - sem dóm um lögmæti gengistryggðra bíla- og húsnæðislána. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær birtum við níu ára gamalt bréf sem Guðjón Rúnarsson skrifaði til viðskiptanefndar Alþingis sem framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Bréfið var umsögn um lög um vexti og verðtryggingu - þau lög sem liggja til grundvallar dómsmálum um lögmæti gengistryggðra lána. Í bréfinu segir Guðjón orðrétt að eins og lögin eru í dag (og verði að óbreyttu frumvarpi) sé óheimilt að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt. Þarna er því talsmaður fjármálafyrirtækja að lýsa því yfir að bannað sé samkvæmt lögum að gengistryggja íslensk krónu lán. Guðjón sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi. Þar segir að vegna fréttar Stöðvar 2 telji hann rétt að undirstrika að í bréfinu hafi hann kallað eftir breytingum á frumvarpinu til að auka skýrleika laganna. Síðan hafi komið á daginn að samtökin hafi haft nokkuð til síns máls. Guðjón segir að ekki sé hægt að túlka umsögnina svo að í henni felist dómur um það hvort skilmálar einhverra lána fjármálafyrirtækja sem síðar komu til sögunnar séu löglegir eða ólöglegir. Þá telur Guðjón brýnt að niðurstaða Hæstaréttar um lögmæti gengislánanna liggi fyrir sem fyrst. Rétt er að taka fram að þrjú meginefni eru í hinni níu ára gömlu umsögn Guðjóns, í fyrsta lagi vildu fjármálafyrirtækin afnema vald Seðlabankans til að ákveða dráttarvexti, eins vildu þau afnema heimildir Seðlabankans til að takmarka notkun verðtryggingar á lánum og í þriðja lagi vildu þau fá að tengja lán við fleiri vísitölur en neyslu- og hlutabréfavísitölu. Það fékkst ekki í gegn, og því situr eftir að lögin leyfðu ekki gengistryggingu íslenskra krónulána.
Tengdar fréttir Vissi að lánin væru ólögleg fyrir níu árum Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum. 13. mars 2010 18:31 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Vissi að lánin væru ólögleg fyrir níu árum Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum. 13. mars 2010 18:31