„Vér viljum ekki breyta til, nema oss þyki sýnt, að nýungin sé betri“ Þórir Stephensen fyrrverandi Dómkirkjuprestur skrifar 16. júlí 2010 06:00 Þessi yfirskrift er stafrétt tilvitnun í grein Jóns Þorlákssonar, þá formanns Íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins, í Eimreiðinni 1926. Jón var afar gætinn og framsýnn stjórnmálamaður. Hann vildi horfa til nýrra tækifæra með framfarir í huga, en hann vildi einnig viðhafa mikla aðgæslu. Þess vegna segir hann í sömu grein, að það sé ekki fyrr en íhaldsmaðurinn, eftir sína nákvæmu athugun, er orðinn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýjungar, þá fylgi hann henni eftir með festu þess manns, er geri miklar kröfur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni. Ég hygg, að þeir séu æði margir, sem geta tekið undir með hinum gengna stjórnmálamanni og ekki síst nú, þegar rætt er um hugsanlega aðild að ESB. Slíkir menn finnast í öllum stjórnmálaflokkum landsins. Þeir sjá þar möguleika á nýjung, er geti fært þjóð okkar betri framtíð. Þess vegna hefur verið farið í aðildarviðræður. Hinir eru einnig til, sem eru, að óreyndu máli, vissir um að þetta verði okkur ekki til gæfu. Þeir hafa sagt það „raunsætt mat", að Íslendingum sé það fyrir bestu að standa utan ESB. Þeir hafa lagt til, að umsókn okkar um aðild verði tekin aftur. En hvernig getur mat á slíkum málum verið raunsætt, þegar samningur liggur ekki fyrir? Þannig hefur margur spurt, að minnsta kosti úr röðum sjálfstæðismanna. Ég hef verið í þeirra hópi, en fengið þau svör, að mér væri óhætt að treysta hinu „raunsæja mati" og ætti bara að þiggja handleiðslu þeirra, sem viti allt miklu betur en ég. Eitt sinn á liðnu ári var boðað til fundar í Sjálfstæðisflokknum um stjórnmálaviðhorfið. Framsögumaður hvatti mjög til samræðu innan flokksins, að menn ræddu ólík viðhorf og reyndu að finna lausnir, sem allir gætu sætt sig við. Hann taldi upp ýmsa málaflokka, þar sem þetta ætti við. Ég saknaði þar Evrópumálanna, en hann sagði mér, að þessa gerðist ekki þörf þar. Niðurstöðurnar lægju þegar fyrir. Ég hef hingað til talið, að ég væri læs, og þannig fundið út, að samningar þjóða við bandalagið væru ekki allir eins. En ég var beðinn að gleyma því. Við myndum aldrei ná neinu, sem við gætum sætt okkur við. Við, sem áhuga höfðum á samningum, fengum ekki nema einn fund með flokksforystunni í Valhöll á liðnu ári og hann mátti ekki auglýsa. Þá fannst mér, að litið væri á okkur eins og „óhreinu börnin hennar Evu," enda bar sá fundur engan árangur fyrir málstað okkar. Þetta hefur að stórum hluta haft á sér nokkuð „austrænt" yfirbragð, nálgast það, að mönnum væri ekki treyst til að hugsa sjálfstætt, en þá er Sjálfstæðisflokkurinn kominn æði langt frá hugsjónum sínum. Í hjarta mér er ég Evrópusinni, og í málum svo sem varðandi flóttamenn, mannréttindi, hungursneyð og annað slíkt, sem alþjóðasamfélagið glímir við, hef ég myndað mér kjörorð: Bróðerni ofar þjóðerni. Ég þrái að vinna að framgangi hugsjóna kærleikans, og þó að Evrópusambandið sé ekki fullkomið á neinn hátt, bind ég vonir við, að það geti orðið áfangi á leið mannkynsins til aukins réttlætis og umburðarlyndis. Hugsanlega hef ég rangt fyrir mér, hugsanlega einnig í því, að rétt sé að reyna samninga. Ég á ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig. Ég er tortrygginn gagnvart þeim, sem ekki þurfa að leita sannleikans, búa hann jafnvel til handa sjálfum sér og virða ekki sannleiksþrá annarra manna. Þeir, sem nú andmæla samningum, virðast vera hræddir við sannleiksleit annarra, líkt og Sovétmenn voru. Mér finnst það skortur á pólitískum þroska. Og þegar stjórnmálaflokkur tekur upp á því að neita mönnum um að standa fyrir þekkingaröflun, þá er eitthvað mikið að og mitt traust farið. Að mínu áliti getur enginn Íslendingur svarað því af fullri einlægni, hvort hann vilji, að þjóðin gangi inn í Evrópusambandið, nema samningur liggi fyrir. Þá fyrst veit ég að minnsta kosti um mína afstöðu. Ég mun aldrei samþykkja, að við semjum af okkur fiskimiðin eða aðrar náttúruauðlindir okkar. Ég þekki engan Evrópusinna, sem vill ganga í samtökin, „hvað sem það kostar" eins og þó hefur verið haldið fram af fágætu ofstæki um einstaka menn í okkar hópi. Ég hvet alla, sem áhrif geta haft, að stuðla að samningum milli þjóðar okkar og Evrópusambandsins. Þeir hljóta svo, að verða bornir undir þjóðaratvæði. Þannig metur þjóðin í heild, hvort nýjungin sé betri en það sem við búum við, og niðurstöðunni hljótum við öll að lúta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þessi yfirskrift er stafrétt tilvitnun í grein Jóns Þorlákssonar, þá formanns Íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins, í Eimreiðinni 1926. Jón var afar gætinn og framsýnn stjórnmálamaður. Hann vildi horfa til nýrra tækifæra með framfarir í huga, en hann vildi einnig viðhafa mikla aðgæslu. Þess vegna segir hann í sömu grein, að það sé ekki fyrr en íhaldsmaðurinn, eftir sína nákvæmu athugun, er orðinn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýjungar, þá fylgi hann henni eftir með festu þess manns, er geri miklar kröfur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni. Ég hygg, að þeir séu æði margir, sem geta tekið undir með hinum gengna stjórnmálamanni og ekki síst nú, þegar rætt er um hugsanlega aðild að ESB. Slíkir menn finnast í öllum stjórnmálaflokkum landsins. Þeir sjá þar möguleika á nýjung, er geti fært þjóð okkar betri framtíð. Þess vegna hefur verið farið í aðildarviðræður. Hinir eru einnig til, sem eru, að óreyndu máli, vissir um að þetta verði okkur ekki til gæfu. Þeir hafa sagt það „raunsætt mat", að Íslendingum sé það fyrir bestu að standa utan ESB. Þeir hafa lagt til, að umsókn okkar um aðild verði tekin aftur. En hvernig getur mat á slíkum málum verið raunsætt, þegar samningur liggur ekki fyrir? Þannig hefur margur spurt, að minnsta kosti úr röðum sjálfstæðismanna. Ég hef verið í þeirra hópi, en fengið þau svör, að mér væri óhætt að treysta hinu „raunsæja mati" og ætti bara að þiggja handleiðslu þeirra, sem viti allt miklu betur en ég. Eitt sinn á liðnu ári var boðað til fundar í Sjálfstæðisflokknum um stjórnmálaviðhorfið. Framsögumaður hvatti mjög til samræðu innan flokksins, að menn ræddu ólík viðhorf og reyndu að finna lausnir, sem allir gætu sætt sig við. Hann taldi upp ýmsa málaflokka, þar sem þetta ætti við. Ég saknaði þar Evrópumálanna, en hann sagði mér, að þessa gerðist ekki þörf þar. Niðurstöðurnar lægju þegar fyrir. Ég hef hingað til talið, að ég væri læs, og þannig fundið út, að samningar þjóða við bandalagið væru ekki allir eins. En ég var beðinn að gleyma því. Við myndum aldrei ná neinu, sem við gætum sætt okkur við. Við, sem áhuga höfðum á samningum, fengum ekki nema einn fund með flokksforystunni í Valhöll á liðnu ári og hann mátti ekki auglýsa. Þá fannst mér, að litið væri á okkur eins og „óhreinu börnin hennar Evu," enda bar sá fundur engan árangur fyrir málstað okkar. Þetta hefur að stórum hluta haft á sér nokkuð „austrænt" yfirbragð, nálgast það, að mönnum væri ekki treyst til að hugsa sjálfstætt, en þá er Sjálfstæðisflokkurinn kominn æði langt frá hugsjónum sínum. Í hjarta mér er ég Evrópusinni, og í málum svo sem varðandi flóttamenn, mannréttindi, hungursneyð og annað slíkt, sem alþjóðasamfélagið glímir við, hef ég myndað mér kjörorð: Bróðerni ofar þjóðerni. Ég þrái að vinna að framgangi hugsjóna kærleikans, og þó að Evrópusambandið sé ekki fullkomið á neinn hátt, bind ég vonir við, að það geti orðið áfangi á leið mannkynsins til aukins réttlætis og umburðarlyndis. Hugsanlega hef ég rangt fyrir mér, hugsanlega einnig í því, að rétt sé að reyna samninga. Ég á ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig. Ég er tortrygginn gagnvart þeim, sem ekki þurfa að leita sannleikans, búa hann jafnvel til handa sjálfum sér og virða ekki sannleiksþrá annarra manna. Þeir, sem nú andmæla samningum, virðast vera hræddir við sannleiksleit annarra, líkt og Sovétmenn voru. Mér finnst það skortur á pólitískum þroska. Og þegar stjórnmálaflokkur tekur upp á því að neita mönnum um að standa fyrir þekkingaröflun, þá er eitthvað mikið að og mitt traust farið. Að mínu áliti getur enginn Íslendingur svarað því af fullri einlægni, hvort hann vilji, að þjóðin gangi inn í Evrópusambandið, nema samningur liggi fyrir. Þá fyrst veit ég að minnsta kosti um mína afstöðu. Ég mun aldrei samþykkja, að við semjum af okkur fiskimiðin eða aðrar náttúruauðlindir okkar. Ég þekki engan Evrópusinna, sem vill ganga í samtökin, „hvað sem það kostar" eins og þó hefur verið haldið fram af fágætu ofstæki um einstaka menn í okkar hópi. Ég hvet alla, sem áhrif geta haft, að stuðla að samningum milli þjóðar okkar og Evrópusambandsins. Þeir hljóta svo, að verða bornir undir þjóðaratvæði. Þannig metur þjóðin í heild, hvort nýjungin sé betri en það sem við búum við, og niðurstöðunni hljótum við öll að lúta.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun