Innlent

Bjarni Harðar ráðinn upplýsingafulltrúi

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Bjarna Harðarson í tímabundið starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Bjarni var valinn úr hópi 29 umsækjenda. Hann er bóksali og fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri og blaðamaður.

Á vef ráðuneytisins segir að í Bjarni hafi sem fréttamaður sérstaklega fjallað um málefni sjávarútvegs- og landbúnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×