Innlent

Hollendingar tengja Icesave-skuldina saman við inngöngu í ESB

Utanríkisráðherra Hollands, Maxime Verhagen, sagði á blaðamannafundi á Spáni í morgun að Hollendingar myndu taka Icesave-málið með í reikninginn þegar ríkið gerði upp við sig hvort það væri samþykkt því að Ísland fengi inngöngu í ESB. Holland, líkt og önnur ríki, getur komið í veg fyrir að Ísland fái inngöngu í ESB.

Verhagen sagði þjóðirnar standa í samningaviðræðum og sjálfur gerði hann ráð fyrir því að Icesave-deilan yrði leyst sem allra fyrst. Hann áréttaði síðan að sú deila yrði tekin með í reikninginn þegar Hollendingar gerðu upp við sig beiðni Íslands um inngöngu í ESB.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×