Löndunarbann ESB er innantóm hótun 22. desember 2010 07:15 Þorsteinn ÞH 360 var eitt þeirra skipa sem lönduðu makríl í Vestmannaeyjum í sumar.fréttablaðið/óskar Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að löndun makríls af Íslandsmiðum í evrópskum höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrifa ekki undir samkomulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, í gær. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Markmið bannsins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun tilkynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fundur Stefáns og Damanaki. „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu framkvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheimilt að landa afla í íslenskum höfnum sem er veiddur úr sameiginlegum stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförnum árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunnar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unninn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noregur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúmlega 90 prósent af ráðlögðum heildarafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is María Damanaki Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að löndun makríls af Íslandsmiðum í evrópskum höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrifa ekki undir samkomulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, í gær. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Markmið bannsins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun tilkynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fundur Stefáns og Damanaki. „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu framkvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheimilt að landa afla í íslenskum höfnum sem er veiddur úr sameiginlegum stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförnum árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunnar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unninn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noregur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúmlega 90 prósent af ráðlögðum heildarafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is María Damanaki
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira